Hækkuð þjónustugjöld banka bitni verst á gamla fólkinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 14:15 Í verðkönnuninni kemur fram að Arion banki hefur hækkað gjöld sín hvað mest af íslensku bönkunum Vísir/Eyþór Í Bítinu í morgun voru hækkuð þjónustugjöld bankanna rædd auk nýrra gjalda sem hafa verið sett á alls kyns þjónustu bankanna. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi könnun sem ASÍ gerði á gjöldunum. Verðskrár bankanna haustið 2018 voru bornar saman við verðskrár haustið 2015. Á þessum þremur árum hafa gjöldin hækkað um frá tuttugu prósentum í mörg hundruð prósent. Það er sérstaklega verið að búa til gjöld og hækka verð á þjónustu sem viðskiptavinir eru að sækja í útibúin, “ segir Auður Alfa en tekur fram að fólk geti lækkað kostnaðinn með því að nýta sér tæknina og stunda viðskiptin í gegnum tölvuna. Þó séu ekki allir sem nýti sér þá tækni. „Þetta er skattur á þá sem eru ekki eins færir hvað tækni varðar, eins og gamalt fólk, sem nýta sér útibúin í miklum mæli.“ Einnig bendir Auður Alfa á að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það sé að borga mikið. „Gjöldin eru dregin sjálfkrafa af reikningum þínum og þú færð ekki yfirlit yfir hvað þetta er mikið, samantekið. Þannig verður þetta svo falinn kostnaður.“ Auður Alfa sá sjálf um verðsamanburðinn og segir það hafa verið flókið verk enda afar erfitt að finna upplýsingar um gjöldin, verðskrár séu ógagnsæjar og að gjöldin heiti misjöfnum nöfnum eftir bönkum. „Ég þurfti að enda á því að hringja í bankana til að fá aðstoð en þjónustufulltrúar bankanna gátu ekki svarað mér, gátu ekki sjálfir lesið í verðskrár bankanna þar sem þeir eru að vinna sem segir ansi mikið um flækjustigið í þessum verðskrám,” segir Auður Alfa. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Í Bítinu í morgun voru hækkuð þjónustugjöld bankanna rædd auk nýrra gjalda sem hafa verið sett á alls kyns þjónustu bankanna. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi könnun sem ASÍ gerði á gjöldunum. Verðskrár bankanna haustið 2018 voru bornar saman við verðskrár haustið 2015. Á þessum þremur árum hafa gjöldin hækkað um frá tuttugu prósentum í mörg hundruð prósent. Það er sérstaklega verið að búa til gjöld og hækka verð á þjónustu sem viðskiptavinir eru að sækja í útibúin, “ segir Auður Alfa en tekur fram að fólk geti lækkað kostnaðinn með því að nýta sér tæknina og stunda viðskiptin í gegnum tölvuna. Þó séu ekki allir sem nýti sér þá tækni. „Þetta er skattur á þá sem eru ekki eins færir hvað tækni varðar, eins og gamalt fólk, sem nýta sér útibúin í miklum mæli.“ Einnig bendir Auður Alfa á að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það sé að borga mikið. „Gjöldin eru dregin sjálfkrafa af reikningum þínum og þú færð ekki yfirlit yfir hvað þetta er mikið, samantekið. Þannig verður þetta svo falinn kostnaður.“ Auður Alfa sá sjálf um verðsamanburðinn og segir það hafa verið flókið verk enda afar erfitt að finna upplýsingar um gjöldin, verðskrár séu ógagnsæjar og að gjöldin heiti misjöfnum nöfnum eftir bönkum. „Ég þurfti að enda á því að hringja í bankana til að fá aðstoð en þjónustufulltrúar bankanna gátu ekki svarað mér, gátu ekki sjálfir lesið í verðskrár bankanna þar sem þeir eru að vinna sem segir ansi mikið um flækjustigið í þessum verðskrám,” segir Auður Alfa.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira