Óður til jarðar og loftslags Ari Páll Karlsson skrifar 19. nóvember 2018 15:15 Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun