Gleymdist stóriðjan? Ólafur Hallgrímsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun