Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Ólafur Ingi Tómasson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun