Ódýrt lífeyriskerfi Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar