Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Jóhann Bragi Fjalldal og Meniga-mantran. Vísir/vilhelm Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. Sótt er að hinum hefðbundnu bönkum úr öllum áttum; litlir áskorendur hrista upp í hlutunum og alþjóðlegir tæknirisar eru farnir að skora bankana á hólm. Svokölluð „stafræn röskun“ er að eiga sér stað og vilji bankar ekki verða undir í samkeppninni þurfa þeir að vera á tánum. Þróunin í geiranum er slík að málsmetandi menn telja jafnvel að á næstu fimm til tíu árum geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín. Einn þessara manna er Jóhann Bragi Fjalldal, sem hefur staðið í miðri hringiðu þessarar þróunar í störfum sínum sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Hann settist niður með blaðamanni Vísis á dögunum til að ræða þessa þróun – og af viðmóti hans að dæma er ljóst að Jóhann Bragi, eða bara Bragi eins og hann er kallaður, kvíðir því ekki að mæta í vinnuna á morgnanna.„Við vitum ekkert hvar þessi þróun endar, það er það sem gerir þennan geira svo spennandi.“ Það er líklega óþarfi að eyða mörgum orðum í að kynna Meniga, enda hafa eflaust allir Íslendingar með aðgang að netbanka nýtt sér þjónustu fyrirtækisins með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2009, í miðju hyldýpi kreppunnar, og var markmið stofnendanna þriggja að hafa „jákvæð áhrif á fjármálahegðun fólks.“ Síðan er liðinn næstum áratugur og Meniga vaxið fiskur um hrygg; fyrirtækið er nú með á annað hundrað starfsmenn í fjórum löndum, rúmlega 70 alþjóðlegir bankar kaupa þjónustu af Meniga, tekjur fyrirtækisins jukust um 50 prósent í fyrra og hillurnar á skrifstofu fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi svigna undan margvíslegum verðlaunagripum. Þrátt fyrir uppganginn segir Bragi að Meniga haldi enn fast í hugsjónina sem fyrirtækið var reist á og bendir í átt að veggnum sem tekur á móti gestum þegar þeir stíga inn í höfuðstöðvarnar. Þar er mantra Meniga rituð á ensku, enda fjölþjóðlegt fyrirtæki: „Helping people lead better financial lives.“Einföld launahækkun Þrátt fyrir ýmsar uppfærslur, viðbætur og lagfæringar sé einföldun á heimilisbókhaldinu áfram leiðarljósið í starfsemi Meniga. „Við viljum hjálpa fólki að ná meira út úr fjármálunum sínum,ׅ“ segir Bragi. „Það getur verið með því að auðvelda sparnað, eða hreinlega aðstoða fólk við að verja peningunum sínum öðruvísi.“ Það hafi fyrirtækið gert með margvíslegum hætti; með myndrænni framsetningu á neyslu fólks og viðvörunum um frávik, samanburði við neyslu annarra og á síðustu árum hefur viðskiptavinum Meniga boðist sérsniðin tilboð – allt eftir því hvernig fyrri neyslu þeirra hefur verið háttað. Kaupi einstaklingur til að mynda mikið af íþróttavörum ætti hann ekki láta sér bregða þó að hann fái auglýsingu með íþróttavörutilboðum, næst þegar hann opnar snjallsímaforrit Meniga.Bragi gekk til liðs við Meniga árið 2014. Áður hafði hann verið að beisla vindorku í Danmörku. Hann veit því allt um ferska vinda.Vísir/vihelmBragi segir að jákvæðu áhrif Meniga á fjármál fólks séu ótvíræð – eins og við er kannski að búast af stoltum framkvæmdastjóra fjártæknifyrirtækis. Til að slá á efasemdir blaðamannsins vísar Bragi á rannsókn sem framkvæmd var í Copenhagen Business School árið 2016 sem sýndi fram á að viðskiptavinir Meniga spöruðu sér að jafnaði tvo bandaríkjadali í hvert sinn sem þeir opnuðu app fyrirtækisins. Sparnaðurinn sé til kominn vegna betri yfirsýnar yfir fjármálin; sem minnkar hættuna á að óþarfa eyðslu, yfirdrætti og hvers kyns óvelkomnum gjöldum. „Flestir eru að berjast fyrir því að fá kannski 5 til 10% launahækkun á hverju ári en það er svo miklu auðveldara að ná fram þessari kjarabót með því að einbeita þér að fjármálunum þínum,“ segir Bragi. „Þetta er ekki flókið og þarf ekki að vera leiðinlegt.“Gjald fyrir gögnin Notkun persónuupplýsinga til að sérsníða hvers kyns þjónustu eða auglýsingar, eins og Meniga gerir með neyslutilboðum sínum, er þó hálfgert jarðsprengjusvæði. Þannig hefur Facebook sætt linnulausri gagnrýni á síðustu árum fyrir að fara óvarlega með upplýsingar um notendur og rússneskir hakkarar hafa jafnvel notað upplýsingarnar til að spila inn á verstu hvatir kjósenda um allan heim. Bragi segir að við úrvinnslu persónuupplýsinga sé grundvallaratriði að hafa alltaf í huga hverjir það eru sem séu eigendur gagnanna sem fyrirtækið handleikur. Það séu notendurnir sjálfir – en ekki Meniga. „Ef þú ætlar að notfæra þér persónuupplýsingar fólks og ná árangri þá verðurðu að hafa það að aðalmarkmiði að þjónusta fólkið sem á gögnin. Viðskiptavinir verða að veita upplýst samþykki og þeir þurfa að vera ánægðir með þjónustuna, það er réttur þeirra ef aðrir ætla sér að skapa tekjur með gögnunum,“ segir Bragi. Viðmótið sem hann skynjar, sérstaklega hjá yngri notendum sem alist hafa upp í stafrænum, persónuupplýsingavæddum heimi, sé einfalt:„Ef þú ætlar að nýta gögnin mín þá er eins gott að gögnin gefi mér eitthvað til baka.“ Það sé einmitt ætlunin með neyslutilboðum Meniga, að sögn Braga. „Ef þú hugsar til að mynda út í Facebook; þar er alltaf verið að setja fyrir framan þig alls konar auglýsingar, sem að þú hefur kannski ekki áhuga á, og fyrirtækin keppast um athygli þína með því að borga Facebook. Hjá okkur komast auglýsingar fyrirtækjanna ekki fyrir framan þig nema að við metum það sem svo að tilboð þeirra séu raunverulega hagstæð og höfði beint til þín.“ Í þessum efnum hefur Meniga notið góðs af nýlegri reglugerð Evrópusambandsins, sem kveður á um að bankar verði að veita þriðja aðila aðgang að persónuupplýsingum og leyfa millifærslur af reikningum - ef fólk gefur til þess upplýst samþykki. Þessi reglugerð hefur verið sem vatn á myllu fjártæknifyrirtækja sem geta nú boðið upp á margvíslega þjónustu sem áður var alfarið á höndum hinna hefðbundnu banka.Fjölbreytt fjártækniflóra Gróskan í þessum geira er gríðarleg og fer Bragi á mikið flug þegar hann lýsir fyrir blaðamanni öllum þeim fjártækninýjungum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum. Leikendurnir eru margvíslegir og stækka hratt; til að mynda lítil fyrirtæki sem bjóða upp á hræódýra en einfalda símabankaþjónustu, fjármálastofnanir sem sérhæfa sig í greiðslukortum sem eru algjörlega færslugjaldslaus – líka í útlöndum - og örbankar án falinna gjalda en rukka þess í stað hógvært mánaðargjald sem dekkar alla þjónustu. „Fyrirtæki eru til að mynda farin að sameina öll fjármál fólks á einn, handhægan stað. Hvaða íslenski banki ætlar að verða fyrstur til þess?“ spyr Bragi. Til staðfestingar á gróskunni dró Bragi upp greiðslukort frá hinu framsækna Revolut. Hér að neðan er kynningarmyndband frá fyrirtækinu, en að sögn Braga er fjöldi Íslendinga nú þegar í viðskiptum við Revolut.Þá eru einnig stórfyrirtæki farin að færa út kvíarnar og innleiða fjármálaþjónustu í sína eigin starfsemi. „Þannig er Amazon farið að bjóða upp á bankareikninga og er orðinn risastór lánveitandi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að sama skapi eru Google og Facebook farin að bjóða upp á millifærslur,“ segir Bragi. Þessi fyrirtæki hafi einnig gríðarmikla reynslu af hagnýtingu persónuupplýsinga og það sem meira er, þau gætu látið auglýsendur standa straum af öllum kostnaði við notkun bankaþjónustunnar sem Google og Facebook gerir nú þegar í grunnstarfsemi sinni. Þrátt fyrir að þetta sé algjör framtíðarmúsík, greinendur séu til að mynda ósammála um hvort tæknirisarnir muni yfirhöfuð feta bankabrautina til enda, segir Bragi að hefðbundnu bankarnir ættu þó að vara sig. Þróunin í fjártæknigeiranum sé farin að grafa undan rekstrargrundvelli bankanna og sífellt fleiri fyrirtæki séu farin að bjóða upp þjónustu sem bankarnir hafa hingað til alfarið haft á sinni könnu. Hefðbundnir bankar þurfi því að fara að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að tekjuöflun og búa sig undir stafræna uppstokkun.Notendavænar og sérsniðnar lausnir Uppskrift Braga að árangri á komandi umbreytingartímum hljómar einföld: Þau fjármálafyrirtæki sem geta best lagað sig að þörfum fólks munu standa uppi sem sigurvegarar. Framkvæmdin er þó eilítið flóknari, en í hnotskurn segir Bragi að hún muni líklega lúta að sérsniðnum lausnum sem byggja á neysluvenjum fólks og góðri notendaupplifun – og tekur Netflix sem dæmi. Það sé fullkomið spesímen um stafræna röskun, eins og þá sem er yfirvofandi í bankabransanum. „Hvað gerðist þegar Netflix setti kvikmyndaiðnaðinn á hvolf? Verðmætin fóru til neytandans. Bankarnir þurfa að fara meira í þá átt og láta hagsmuni viðskiptavina ráða för, bæði í tekjumódelinu og upplifuninni,“ segir Bragi. Þannig hafi bankar til þessa verið gjarnir á að byrja á vitlausum enda að mati Braga. Þegar þeir hafi kynnt nýjar lausnir til sögunnar hafi tekjumöguleikarnir oft verið ráðandi í þróunarferlinu, en ekki upplifun notenda. Réttara væri að leggja fyrst grunn að góðum, notendavænum og sérsniðnum lausnum áður en hugað sé að tekjusköpuninni. Hún verði að sama skapi að hafa hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.Framtíðin er notendavæn og persónuleg að sögn Braga.Vísir/vilhelm„Þú getur því ekki verið að rukka fyrir einhvern yfirdrátt sem fólk veit kannski ekki af eða krefjast alltof hárra færslugjalda. Þú þarft að bjóða upp á lausnir sem aðstoða fólk í fjárhagskröggum - áður en það sækir um annað smálán eða yfirdrátt sem gögnin segja að það ráði ekki við. Til þess þarf að nota persónuupplýsingar fólks til góðs og þú verður að búa til umhverfi þar sem fólk byrjar að treysta þér. Þeir sem vinna verða þeir sem öðlast traust viðskiptavina sinna.“ Ef það er eitthvað sem íslenskir bankar þurfa á að halda, þá er það einmitt traust. Mælingar á síðustu árum hafa ítrekað sýnt fram á að traust á íslenskri bankastarfsemi sé enn laskað á tíu ára afmæli Hrunsins. Aðeins um fimmtungur Íslendingar ber traust til bankakerfisins, ef marka má nýlegan þjóðarpúls Gallup. Engin stofnun í samfélaginu nýtur minna trausts. Bragi er þó ekki tilbúinn að fallast á að stóru íslensku bankarnir þrír hafi verið ragir við að innleiða nýjungar í starfsemi sína. Nefnir hann í því samhengi Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka. „Það er framsækið verkefni sem á aðeins eftir að batna,“ segir Bragi og þá kynnti Landsbankinn símagreiðslur til leiks á dögunum. Þrátt fyrir farsælt samstarf á síðustu árum ráðleggur Bragi bönkunum að vinna enn nánar með fjártæknifyrirtækjum og bjóða þeim upp á meiri samvinnu í vöruþróun. „Bankarnir þurfa að opna sig pínulítið meira á þessu sviði,“ segir Bragi en bætir þó við að hann hafi merkt jákvæðar breytingar í þessum efnum hjá öllum bökunum þremur.Tekist á um framtíðina Þessa dagana stendur Bragi í ströngu við að skipuleggja ráðstefnu sem fram fer í Hörpu eftir helgi um nákvæmlega þetta: Framtíð bankastarfsemi og fjármálaþjónustu í heiminum. Ætlunin sé að „lyfta upp umræðunni um þessi mál á Íslandi. Það er svo ótrúlega margt spennandi að gerast í þessum geira þessi árin. Við erum kannski að horfa upp á það að á næstu 5 til 10 árum gæti það gjörbreyst hvernig við umgöngumst fjármálaþjónustu.“ Á ráðstefnunni verður „tekist á um framtíðina,“ að sögn Braga. Þar munu háttsettir fyrirlesarar úr stöndugum, alþjóðlegum bönkum koma og ræða reynslu sína af fjártækniþróuninni – áður en þeir svo hlýða á fulltrúa áskorendabanka lýsa því hvernig þeir munu hrista enn frekar upp í kerfinu. Áhugafólk um fjármálageirann gæti því orðið margs vísara af því að hlusta á samtalið milli þessara hópa. Þetta sé einnig kjörið tækifæri fyrir íslenskar fjármálastofnanir til að sækja sér innblástur fyrir breytingar komandi missera. „Það sem bankar þurfa að gera er að taka skref til baka, hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina hvað það þýðir að vera banki. Það er svo mikið að hreyfast í þessum geira.“„Ef þú ætlar bara að vera sami gamli bankinn með sama gamla appið þá verðurðu einfaldlega undir.“ „Fjármálastofnanir þurfa að spyrja sig: „Hvað erum við meira en bara millifærslur, bankareikningar og húsnæðislán? Við getum verið svo mikið meira,“ segir Bragi. Tækifærið sé núna. „Allar breytingar í tölvukerfum banka taka langan tíma. Þess vegna máttu ekki bíða of lengi með að grípa til aðgerða og undirbúa þig undir að keppa á breyttum forsendum. Bankastarfsemi verður þó alltaf til í einhverri mynd, það er bara spurning um hversu stór hún verður,“ bætir Bragi við. Það muni ráðast á allra næstu árum. „Það er gríðarlega spennandi að spila á þessum markaði. Þrátt fyrir að stafræna uppstokkunin setji í raun öll fjármálafyrirtæki í hættu þá felur hún um leið í sér ótal tækifæri.“ Íslenskir bankar Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. Sótt er að hinum hefðbundnu bönkum úr öllum áttum; litlir áskorendur hrista upp í hlutunum og alþjóðlegir tæknirisar eru farnir að skora bankana á hólm. Svokölluð „stafræn röskun“ er að eiga sér stað og vilji bankar ekki verða undir í samkeppninni þurfa þeir að vera á tánum. Þróunin í geiranum er slík að málsmetandi menn telja jafnvel að á næstu fimm til tíu árum geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín. Einn þessara manna er Jóhann Bragi Fjalldal, sem hefur staðið í miðri hringiðu þessarar þróunar í störfum sínum sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Hann settist niður með blaðamanni Vísis á dögunum til að ræða þessa þróun – og af viðmóti hans að dæma er ljóst að Jóhann Bragi, eða bara Bragi eins og hann er kallaður, kvíðir því ekki að mæta í vinnuna á morgnanna.„Við vitum ekkert hvar þessi þróun endar, það er það sem gerir þennan geira svo spennandi.“ Það er líklega óþarfi að eyða mörgum orðum í að kynna Meniga, enda hafa eflaust allir Íslendingar með aðgang að netbanka nýtt sér þjónustu fyrirtækisins með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2009, í miðju hyldýpi kreppunnar, og var markmið stofnendanna þriggja að hafa „jákvæð áhrif á fjármálahegðun fólks.“ Síðan er liðinn næstum áratugur og Meniga vaxið fiskur um hrygg; fyrirtækið er nú með á annað hundrað starfsmenn í fjórum löndum, rúmlega 70 alþjóðlegir bankar kaupa þjónustu af Meniga, tekjur fyrirtækisins jukust um 50 prósent í fyrra og hillurnar á skrifstofu fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi svigna undan margvíslegum verðlaunagripum. Þrátt fyrir uppganginn segir Bragi að Meniga haldi enn fast í hugsjónina sem fyrirtækið var reist á og bendir í átt að veggnum sem tekur á móti gestum þegar þeir stíga inn í höfuðstöðvarnar. Þar er mantra Meniga rituð á ensku, enda fjölþjóðlegt fyrirtæki: „Helping people lead better financial lives.“Einföld launahækkun Þrátt fyrir ýmsar uppfærslur, viðbætur og lagfæringar sé einföldun á heimilisbókhaldinu áfram leiðarljósið í starfsemi Meniga. „Við viljum hjálpa fólki að ná meira út úr fjármálunum sínum,ׅ“ segir Bragi. „Það getur verið með því að auðvelda sparnað, eða hreinlega aðstoða fólk við að verja peningunum sínum öðruvísi.“ Það hafi fyrirtækið gert með margvíslegum hætti; með myndrænni framsetningu á neyslu fólks og viðvörunum um frávik, samanburði við neyslu annarra og á síðustu árum hefur viðskiptavinum Meniga boðist sérsniðin tilboð – allt eftir því hvernig fyrri neyslu þeirra hefur verið háttað. Kaupi einstaklingur til að mynda mikið af íþróttavörum ætti hann ekki láta sér bregða þó að hann fái auglýsingu með íþróttavörutilboðum, næst þegar hann opnar snjallsímaforrit Meniga.Bragi gekk til liðs við Meniga árið 2014. Áður hafði hann verið að beisla vindorku í Danmörku. Hann veit því allt um ferska vinda.Vísir/vihelmBragi segir að jákvæðu áhrif Meniga á fjármál fólks séu ótvíræð – eins og við er kannski að búast af stoltum framkvæmdastjóra fjártæknifyrirtækis. Til að slá á efasemdir blaðamannsins vísar Bragi á rannsókn sem framkvæmd var í Copenhagen Business School árið 2016 sem sýndi fram á að viðskiptavinir Meniga spöruðu sér að jafnaði tvo bandaríkjadali í hvert sinn sem þeir opnuðu app fyrirtækisins. Sparnaðurinn sé til kominn vegna betri yfirsýnar yfir fjármálin; sem minnkar hættuna á að óþarfa eyðslu, yfirdrætti og hvers kyns óvelkomnum gjöldum. „Flestir eru að berjast fyrir því að fá kannski 5 til 10% launahækkun á hverju ári en það er svo miklu auðveldara að ná fram þessari kjarabót með því að einbeita þér að fjármálunum þínum,“ segir Bragi. „Þetta er ekki flókið og þarf ekki að vera leiðinlegt.“Gjald fyrir gögnin Notkun persónuupplýsinga til að sérsníða hvers kyns þjónustu eða auglýsingar, eins og Meniga gerir með neyslutilboðum sínum, er þó hálfgert jarðsprengjusvæði. Þannig hefur Facebook sætt linnulausri gagnrýni á síðustu árum fyrir að fara óvarlega með upplýsingar um notendur og rússneskir hakkarar hafa jafnvel notað upplýsingarnar til að spila inn á verstu hvatir kjósenda um allan heim. Bragi segir að við úrvinnslu persónuupplýsinga sé grundvallaratriði að hafa alltaf í huga hverjir það eru sem séu eigendur gagnanna sem fyrirtækið handleikur. Það séu notendurnir sjálfir – en ekki Meniga. „Ef þú ætlar að notfæra þér persónuupplýsingar fólks og ná árangri þá verðurðu að hafa það að aðalmarkmiði að þjónusta fólkið sem á gögnin. Viðskiptavinir verða að veita upplýst samþykki og þeir þurfa að vera ánægðir með þjónustuna, það er réttur þeirra ef aðrir ætla sér að skapa tekjur með gögnunum,“ segir Bragi. Viðmótið sem hann skynjar, sérstaklega hjá yngri notendum sem alist hafa upp í stafrænum, persónuupplýsingavæddum heimi, sé einfalt:„Ef þú ætlar að nýta gögnin mín þá er eins gott að gögnin gefi mér eitthvað til baka.“ Það sé einmitt ætlunin með neyslutilboðum Meniga, að sögn Braga. „Ef þú hugsar til að mynda út í Facebook; þar er alltaf verið að setja fyrir framan þig alls konar auglýsingar, sem að þú hefur kannski ekki áhuga á, og fyrirtækin keppast um athygli þína með því að borga Facebook. Hjá okkur komast auglýsingar fyrirtækjanna ekki fyrir framan þig nema að við metum það sem svo að tilboð þeirra séu raunverulega hagstæð og höfði beint til þín.“ Í þessum efnum hefur Meniga notið góðs af nýlegri reglugerð Evrópusambandsins, sem kveður á um að bankar verði að veita þriðja aðila aðgang að persónuupplýsingum og leyfa millifærslur af reikningum - ef fólk gefur til þess upplýst samþykki. Þessi reglugerð hefur verið sem vatn á myllu fjártæknifyrirtækja sem geta nú boðið upp á margvíslega þjónustu sem áður var alfarið á höndum hinna hefðbundnu banka.Fjölbreytt fjártækniflóra Gróskan í þessum geira er gríðarleg og fer Bragi á mikið flug þegar hann lýsir fyrir blaðamanni öllum þeim fjártækninýjungum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum. Leikendurnir eru margvíslegir og stækka hratt; til að mynda lítil fyrirtæki sem bjóða upp á hræódýra en einfalda símabankaþjónustu, fjármálastofnanir sem sérhæfa sig í greiðslukortum sem eru algjörlega færslugjaldslaus – líka í útlöndum - og örbankar án falinna gjalda en rukka þess í stað hógvært mánaðargjald sem dekkar alla þjónustu. „Fyrirtæki eru til að mynda farin að sameina öll fjármál fólks á einn, handhægan stað. Hvaða íslenski banki ætlar að verða fyrstur til þess?“ spyr Bragi. Til staðfestingar á gróskunni dró Bragi upp greiðslukort frá hinu framsækna Revolut. Hér að neðan er kynningarmyndband frá fyrirtækinu, en að sögn Braga er fjöldi Íslendinga nú þegar í viðskiptum við Revolut.Þá eru einnig stórfyrirtæki farin að færa út kvíarnar og innleiða fjármálaþjónustu í sína eigin starfsemi. „Þannig er Amazon farið að bjóða upp á bankareikninga og er orðinn risastór lánveitandi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að sama skapi eru Google og Facebook farin að bjóða upp á millifærslur,“ segir Bragi. Þessi fyrirtæki hafi einnig gríðarmikla reynslu af hagnýtingu persónuupplýsinga og það sem meira er, þau gætu látið auglýsendur standa straum af öllum kostnaði við notkun bankaþjónustunnar sem Google og Facebook gerir nú þegar í grunnstarfsemi sinni. Þrátt fyrir að þetta sé algjör framtíðarmúsík, greinendur séu til að mynda ósammála um hvort tæknirisarnir muni yfirhöfuð feta bankabrautina til enda, segir Bragi að hefðbundnu bankarnir ættu þó að vara sig. Þróunin í fjártæknigeiranum sé farin að grafa undan rekstrargrundvelli bankanna og sífellt fleiri fyrirtæki séu farin að bjóða upp þjónustu sem bankarnir hafa hingað til alfarið haft á sinni könnu. Hefðbundnir bankar þurfi því að fara að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að tekjuöflun og búa sig undir stafræna uppstokkun.Notendavænar og sérsniðnar lausnir Uppskrift Braga að árangri á komandi umbreytingartímum hljómar einföld: Þau fjármálafyrirtæki sem geta best lagað sig að þörfum fólks munu standa uppi sem sigurvegarar. Framkvæmdin er þó eilítið flóknari, en í hnotskurn segir Bragi að hún muni líklega lúta að sérsniðnum lausnum sem byggja á neysluvenjum fólks og góðri notendaupplifun – og tekur Netflix sem dæmi. Það sé fullkomið spesímen um stafræna röskun, eins og þá sem er yfirvofandi í bankabransanum. „Hvað gerðist þegar Netflix setti kvikmyndaiðnaðinn á hvolf? Verðmætin fóru til neytandans. Bankarnir þurfa að fara meira í þá átt og láta hagsmuni viðskiptavina ráða för, bæði í tekjumódelinu og upplifuninni,“ segir Bragi. Þannig hafi bankar til þessa verið gjarnir á að byrja á vitlausum enda að mati Braga. Þegar þeir hafi kynnt nýjar lausnir til sögunnar hafi tekjumöguleikarnir oft verið ráðandi í þróunarferlinu, en ekki upplifun notenda. Réttara væri að leggja fyrst grunn að góðum, notendavænum og sérsniðnum lausnum áður en hugað sé að tekjusköpuninni. Hún verði að sama skapi að hafa hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.Framtíðin er notendavæn og persónuleg að sögn Braga.Vísir/vilhelm„Þú getur því ekki verið að rukka fyrir einhvern yfirdrátt sem fólk veit kannski ekki af eða krefjast alltof hárra færslugjalda. Þú þarft að bjóða upp á lausnir sem aðstoða fólk í fjárhagskröggum - áður en það sækir um annað smálán eða yfirdrátt sem gögnin segja að það ráði ekki við. Til þess þarf að nota persónuupplýsingar fólks til góðs og þú verður að búa til umhverfi þar sem fólk byrjar að treysta þér. Þeir sem vinna verða þeir sem öðlast traust viðskiptavina sinna.“ Ef það er eitthvað sem íslenskir bankar þurfa á að halda, þá er það einmitt traust. Mælingar á síðustu árum hafa ítrekað sýnt fram á að traust á íslenskri bankastarfsemi sé enn laskað á tíu ára afmæli Hrunsins. Aðeins um fimmtungur Íslendingar ber traust til bankakerfisins, ef marka má nýlegan þjóðarpúls Gallup. Engin stofnun í samfélaginu nýtur minna trausts. Bragi er þó ekki tilbúinn að fallast á að stóru íslensku bankarnir þrír hafi verið ragir við að innleiða nýjungar í starfsemi sína. Nefnir hann í því samhengi Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka. „Það er framsækið verkefni sem á aðeins eftir að batna,“ segir Bragi og þá kynnti Landsbankinn símagreiðslur til leiks á dögunum. Þrátt fyrir farsælt samstarf á síðustu árum ráðleggur Bragi bönkunum að vinna enn nánar með fjártæknifyrirtækjum og bjóða þeim upp á meiri samvinnu í vöruþróun. „Bankarnir þurfa að opna sig pínulítið meira á þessu sviði,“ segir Bragi en bætir þó við að hann hafi merkt jákvæðar breytingar í þessum efnum hjá öllum bökunum þremur.Tekist á um framtíðina Þessa dagana stendur Bragi í ströngu við að skipuleggja ráðstefnu sem fram fer í Hörpu eftir helgi um nákvæmlega þetta: Framtíð bankastarfsemi og fjármálaþjónustu í heiminum. Ætlunin sé að „lyfta upp umræðunni um þessi mál á Íslandi. Það er svo ótrúlega margt spennandi að gerast í þessum geira þessi árin. Við erum kannski að horfa upp á það að á næstu 5 til 10 árum gæti það gjörbreyst hvernig við umgöngumst fjármálaþjónustu.“ Á ráðstefnunni verður „tekist á um framtíðina,“ að sögn Braga. Þar munu háttsettir fyrirlesarar úr stöndugum, alþjóðlegum bönkum koma og ræða reynslu sína af fjártækniþróuninni – áður en þeir svo hlýða á fulltrúa áskorendabanka lýsa því hvernig þeir munu hrista enn frekar upp í kerfinu. Áhugafólk um fjármálageirann gæti því orðið margs vísara af því að hlusta á samtalið milli þessara hópa. Þetta sé einnig kjörið tækifæri fyrir íslenskar fjármálastofnanir til að sækja sér innblástur fyrir breytingar komandi missera. „Það sem bankar þurfa að gera er að taka skref til baka, hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina hvað það þýðir að vera banki. Það er svo mikið að hreyfast í þessum geira.“„Ef þú ætlar bara að vera sami gamli bankinn með sama gamla appið þá verðurðu einfaldlega undir.“ „Fjármálastofnanir þurfa að spyrja sig: „Hvað erum við meira en bara millifærslur, bankareikningar og húsnæðislán? Við getum verið svo mikið meira,“ segir Bragi. Tækifærið sé núna. „Allar breytingar í tölvukerfum banka taka langan tíma. Þess vegna máttu ekki bíða of lengi með að grípa til aðgerða og undirbúa þig undir að keppa á breyttum forsendum. Bankastarfsemi verður þó alltaf til í einhverri mynd, það er bara spurning um hversu stór hún verður,“ bætir Bragi við. Það muni ráðast á allra næstu árum. „Það er gríðarlega spennandi að spila á þessum markaði. Þrátt fyrir að stafræna uppstokkunin setji í raun öll fjármálafyrirtæki í hættu þá felur hún um leið í sér ótal tækifæri.“
Íslenskir bankar Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00