Erlendir ferðamenn skila steinum og sandi í Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2018 14:15 Fjórir steinar sem skilað var til baka með póstsendingu til Höllu og starfsfólksins hennar nýlega. Svarta Fjaran Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira