Erlendir ferðamenn skila steinum og sandi í Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2018 14:15 Fjórir steinar sem skilað var til baka með póstsendingu til Höllu og starfsfólksins hennar nýlega. Svarta Fjaran Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira