Viðskipti innlent

Sigurður hættir sem framkvæmdastjóri hjá WOW

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurður Magnús Sigurðsson starfaði áður sem flugrekstrarstjóri flugfélagsins Atlanta.
Sigurður Magnús Sigurðsson starfaði áður sem flugrekstrarstjóri flugfélagsins Atlanta. Wow Air
Sigurður Magnús Sigurðsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW Air á næstunni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, staðfestir tíðindin, sem fyrst var greint frá á vef Túrista.

Sigurður Magnús tók við starfinu árið 2015 en hann hafði áður verið flugrekstrarstjóri flugfélagsins Atlanta. Eftir að störfum hans fyrir WOW lýkur mun Sigurður aftur hefja störf hjá Atlanta, þangað sem hann kom fyrst árið 2005.

Staða Sigurðar verður nú auglýst jafnt innanlands sem utan og áætlað er að ráðningarferlið muni taka nokkrar vikur. Túristi segir jafnframt að Sigurður muni áfram gegna starfi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs, sem er ábyrgur fyrir flugrekstrarleyfi félagsins, þar til eftirmaður finnst.

Sigurður útskrifaðist með B.S. í Air Transport Management frá City University árið 2005 og lauk einnig námi í flugvirkjun í Denver, Colorado árið 2001.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×