Viðskipti innlent

Kaupa þriðjungshlut í Solo Holding

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður Solo Holding.
Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður Solo Holding.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt þriðjungshlut í Solo Holding ehf.  að því er fram kemur í tilkynningu sem Solo Holding ehf. sendir fjölmiðlum.

Aðrir eigendur Solo Holding eru FISK-Seafood ehf, Jakob Valgeir ehf, Nesfiskur ehf og Sjávarsýn ehf.  Þeir hluthafar eiga hver um sig 16,67% hlut í félaginu auk þess að vera með beinum hætti hluthafar í Iceland Seafood International (ISI).  Félagið Solo Holding ehf. á samtals 9% eignarhlut í ISI sem er skráð á Nasdaq First North markaðinn.

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Solo Holding ehf., fagnar því í tilkynningu að fá Útgerðarfélag Reykjavíkur í hóp eigenda Solo Holding og þar með Iceland Seafood International.

„Hópurinn sem stendur að baki Solo Holding býr  yfir mikilli þekkingu á framleiðslu og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum viðskiptum styrkjum við bakland Iceland Seafood International en markmið ISI er að stækka virðiskeðju sjávarafangs og efla enn frekar sókn á erlendum mörkuðum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×