Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 11:09 Dagur B. Eggertsson kynnti áformin í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Skjáskot Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55
Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30