Íbúðir á minna en 20 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 12:08 Úr kynningu Þorpsins-vistfélags á áformunum í Gufunesi. Skjáskot Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09