Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 19:26 Baldwin hefir á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttum á borð við 30 Rock og Saturday Night Live. Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996. Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira