KR spilar til 16-liða úrslita í Geysisbikar karla í körfubolta eftir sigur á Álftanesi. Hamar vann Vestra b á Ísafirði.
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR drógust gegn 2. deildar liði Álftaness og var ljóst að verkefnið yrði ærið fyrir Álftanes.
Heimamenn náðu þó að setja 68 stig á Vesturbæjarstórveldið. Það dugði hins vegar ekki því KR skoraði 99 stig og vann leikinn örugglega.
Högni Fjalarson atkvæðamestur í stigaskorun Álftaness með 19 stig, Brynjar Magnús Friðriksson skoraði 10.
Í liði KR var nokkuð jafnt á meðal manna. Orri Hilmarsson skoraði 20 stig, Vilhjálmur Kári Jensson og Julian Boyd 19 hvor.
Hamar frá Hveragerði vann öruggan sigur á Vestra b þar sem úrslitin réðust í fyrsta leikhluta.
Þar skoraði Vestri bara 9 stig á meðan Hamar gerði 24. Þá var brekkan orðin mjög brött fyrir heimamenn og þeir náðu aldrei að klífa hana. Lokatölur urðu 63-82.
Álftanes skoraði 68 stig gegn Íslandsmeisturunum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
