Halldór Jóhann: Ég á bara að halda kjafti Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:26 Halldór var oft á tíðum hissa á dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira