Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:10 Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38