Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 09:50 Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Getty/HieronymusUkkel Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira