Dómþing á bak við svarta gardínu Haukur Logi Karlsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun