Lífið

Fyrrverandi bassaleikari Deerhunter látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Josh Fauver spilaði með Deerhunter á árunum 2005 til 2012.
Josh Fauver spilaði með Deerhunter á árunum 2005 til 2012. Getty/Andy Sheppard
Josh Fauver, fyrrverandi bassaleikari bandarísku indierokksveitarinnar Deerhunter, er látinn, 39 ára að aldri.

„Mjög erfiðir tímar þessa stundina,“ segir á Instagram-síðu sveitarinnar þar sem birt er mynd af Fauver ásamt öðrum liðsmönnum sveitarinnar.



Independent
 greinir frá því að talsmaður sveitarinnar hafi staðfest andlát Fauver sem spilaði með sveitinni á árunum 2005 til 2012. Hann gekk til liðs við sveitina árið 2005 eftir að upphaflegur bassaleikari hennar, Justin Bosworth, lést í kjölfar hjólabrettaslyss.

Sveitin var stofnuð í Atlanta í Georgíu og vakti sérstaka athygli fyrir fimmtu breiðskífu sína, Halcyon Digest, sem gefin var út 2010.

Fauver spilaði einnig með sveitunum Electrosleep International og S.I.D.S. 

Ekki liggur fyrir um hvað dró Fauver til dauða.

 
 
 
View this post on Instagram
Very difficult times now

A post shared by Deerhunter (@deerhuntermusic) on Nov 3, 2018 at 8:38pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.