Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 12:44 Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. vísir/vilhelm Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017. Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017.
Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira