Látum draumana rætast í menntakerfinu Katrín Atladóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Látum draumana rætast er yfirskrift menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Við munum ekki geta látið drauma alls ungs fólks rætast án þess að efla list- og verkgreinar í grunnskólum. Samkvæmt rannsóknum hérlendis fer áhugasvið og námsval nemenda oft ekki saman. Þetta birtist í því að nemendur hefja ekki endilega nám sem hentar þeim og þeim er ekki beint í það. Í dag geta börn einungis nefnt fjórar til sex námsleiðir að meðaltali þegar spurt er um aðrar leiðir í námi en hefðbundið nám til stúdentsprófs. Í boði eru um eitt hundrað leiðir. Það blasir við að börnum eru ekki kynntir nægilega vel þeir möguleikar sem eru í boði. Að einhverju leyti er orsökin sú að grunnskólum hefur reynst erfitt að uppfylla gildandi viðmið um list- og verkgreinar aðalnámskrár. Því er mikilvægt að tryggja skólastjórnendum allt sem til þarf til að uppfylla þessi viðmið; aðstöðu og hæft starfsfólk. Einnig kann að vera að forgangsraða þurfi fé betur til þessara mála. Iðnaður skapar fjórðung landsframleiðslu Íslendinga og rúmlega þriðjung gjaldeyristekna. Iðn-, tækni- og verkmenntun er þó enn óæðri í löggjöf, hugsun og framkvæmd. Aðeins sextán prósent nýnema á framhaldsskólastigi skrá sig í iðngreinar á sama tíma og mikil skortur er á iðnmenntuðu vinnuafli. Þessi skekkja milli menntunar og eftirspurnar eftir vinnuafli er þegar mikil og mun trúlega verða enn meiri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur sveinspróf að jöfnu við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. Þannig opnast dyr iðnmenntaðra að háskólanámi og ímynd náms og starfa sem tengjast iðnmenntun styrkist. Þá samþykkti skóla- og frístundaráð nýlega að auka vægi þessara greina í grunnskólum í Reykjavík. Samþykktin er ágætis byrjun en mikilvægt er að fylgja málinu vel eftir. Grunnskólar í Reykjavík eru ekki að standa sig nægjanlega vel í að kynna aðrar námsleiðir fyrir börnunum okkar. Við getum ekki aukið áhuga barna á einhverju sem þau þekkja ekki. Efling list- og verkgreina er mikilvægt skref í átt að markmiðinu um að láta draumana rætast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Látum draumana rætast er yfirskrift menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Við munum ekki geta látið drauma alls ungs fólks rætast án þess að efla list- og verkgreinar í grunnskólum. Samkvæmt rannsóknum hérlendis fer áhugasvið og námsval nemenda oft ekki saman. Þetta birtist í því að nemendur hefja ekki endilega nám sem hentar þeim og þeim er ekki beint í það. Í dag geta börn einungis nefnt fjórar til sex námsleiðir að meðaltali þegar spurt er um aðrar leiðir í námi en hefðbundið nám til stúdentsprófs. Í boði eru um eitt hundrað leiðir. Það blasir við að börnum eru ekki kynntir nægilega vel þeir möguleikar sem eru í boði. Að einhverju leyti er orsökin sú að grunnskólum hefur reynst erfitt að uppfylla gildandi viðmið um list- og verkgreinar aðalnámskrár. Því er mikilvægt að tryggja skólastjórnendum allt sem til þarf til að uppfylla þessi viðmið; aðstöðu og hæft starfsfólk. Einnig kann að vera að forgangsraða þurfi fé betur til þessara mála. Iðnaður skapar fjórðung landsframleiðslu Íslendinga og rúmlega þriðjung gjaldeyristekna. Iðn-, tækni- og verkmenntun er þó enn óæðri í löggjöf, hugsun og framkvæmd. Aðeins sextán prósent nýnema á framhaldsskólastigi skrá sig í iðngreinar á sama tíma og mikil skortur er á iðnmenntuðu vinnuafli. Þessi skekkja milli menntunar og eftirspurnar eftir vinnuafli er þegar mikil og mun trúlega verða enn meiri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur sveinspróf að jöfnu við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. Þannig opnast dyr iðnmenntaðra að háskólanámi og ímynd náms og starfa sem tengjast iðnmenntun styrkist. Þá samþykkti skóla- og frístundaráð nýlega að auka vægi þessara greina í grunnskólum í Reykjavík. Samþykktin er ágætis byrjun en mikilvægt er að fylgja málinu vel eftir. Grunnskólar í Reykjavík eru ekki að standa sig nægjanlega vel í að kynna aðrar námsleiðir fyrir börnunum okkar. Við getum ekki aukið áhuga barna á einhverju sem þau þekkja ekki. Efling list- og verkgreina er mikilvægt skref í átt að markmiðinu um að láta draumana rætast.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun