Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Donald Trump var ekki sáttur við Jim Acosta, fréttamann CNN. Getty/Mark Wilson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00