Meint skipulagssvik og trójuhesturinn frægi Ólafur Ingi Tómasson skrifar 7. nóvember 2018 18:45 Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Skoðun Tengdar fréttir Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00 Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00
Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar