Aðalatriðið að fólk hugi betur að úrganginum og bílanotkun Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. nóvember 2018 07:30 Um þriðjungur losunar á koltvísýringi í íslenska hagkerfinu er vegna flugreksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira