Telur að leiguþak Ásmundar muni leka Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:15 Ásmundur Einar Daðason sést hér á þingi ASÍ á dögunum, en húsnæðismál hafa einmitt verið verkalýðshreyfingunni hugleikin. Vísir/vilhelm Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir tillögur félagsmálaráðherra um að setja þak á leiguverð vera vanhugsaðar. Þær geti dregið úr framboði leiguíbúða og það sé ekki til þess fallið að bæta stöðu leigjenda. Æskilegra væri að hans mati að stuðla að annars konar neytendavernd og auka framboð íbúða, sem aðeins verði gert með því að byggja meira. Konráð S. Guðjónsson var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun þar sem hann ræddi tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um að lögfesta svokallað leiguþak. Í stuttu máli: Að leigusalar megi ekki rukka hærri leigu en það sem kveðið yrði á um í lögum.Sjá einnig: Til skoðunar að setja þak á leiguverðKonráð segir að þrátt fyrir að slíkar lausnir hljómi vel séu þær þó ekki til þess fallnar að bæta stöðu leigjenda. „Þetta er í rauninni virkilega slæm hugmynd. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara einhver popúlismi,“ segir Konráð. „Þegar þú hugsar um leiguþak þá hugsar þú, sem leigjandi: Það er fínt, þá getur leigusalinn ekki hækkað verðið neitt meira. Það er ástæðan fyrir því að fólki detti þetta í hug og ég skil alveg að það hljómi vel.“Konráð S. Guðjónsson segir að réttara væri að byggja meira og koma þannig raunverulegu þaki yfir höfuðið á leigjendum - frekar en leiguþaki.Stöð 2En eins og með allt annað þá verður þú að hugsa málið aðeins lengra að sögn Konráðs. Leiguþak geti nefnilega orðið til þess að eigandi íbúðarinnar hætti að sjá hag sinn í því að leigja út eignina, geti hann ekki sett fram leiguverð sem hann telur sanngjarnt. „Hann þá annað hvort hættir að leigja út íbúðina og rekur þig út úr henni eða þá að hann hugsar að hann „vilji fá eitthvað fyrir peninginn. Ég ætla ekki að vera að borga með íbúðinni,“ segir Konráð. Þá geti eigandi íbúðarinnar gripið til þess ráðs að spara annars staðar á móti, til að mynda með því að draga úr viðhaldi á eigninni. Þetta geti þannig orðið til þess að færri ákveði að setja eignir sínar á leigumarkaðinn, einfaldlega vegna þess að það borgar sig ekki. „Þannig að á endanum ertu búinn að minnka leigumarkaðinn sem er akkurat í þveröfuga átt við það sem þarf að gera - sem er að fjölga húsnæði, sama hvort það er til að leigja út eða búa í.“Airbnb og verðbólguskot Þak á leiguverð geti einnig haft þau áhrif að mati Konráðs að fólk muni heldur leigja út íbúðir sínar til skemmri tíma, til að mynda á Airbnb, telji eigendur meira upp úr því að hafa. Konráð segir að þrátt fyrir að þak á leiguverð sé ekki ákjósanlegt útiloki það ekki annars konar neytendavernd á leigumarkaði. „En leiguþak, þar sem þú ætlar að stjórna verðinu, það er mjög erfitt. Sérstaklega ef það er mikil hreyfing á markaðnum og verðið getur breyst skyndilega,“ segir Konráð og veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef að það kæmi verðbólguskot án þess að leiguþakið yrði hækkað. „Þá ertu í mjög vondum málum,“ bætir hann við. „Ég get eiginlega ekki séð að þetta sé að fara að leysa nokkurn vanda.“ Þrátt fyrir að það kunni að hljóma niðurdrepandi segir Konráð að eina lausnin til að vinna á vanda húsnæðismarkaðarins sé einfaldlega að stuðla að frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Það er verið að byggja meira, það þarf kannski eitthvað aðeins að gefa í, en það er það eina sem er raunveruleg að fara að breyta þessu eitthvað.“ Það sé því hagur bæði leigjenda og leigusala að leiguþaki verði ekki leitt í lög að sögn Konráðs, sem hlýða má á í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir tillögur félagsmálaráðherra um að setja þak á leiguverð vera vanhugsaðar. Þær geti dregið úr framboði leiguíbúða og það sé ekki til þess fallið að bæta stöðu leigjenda. Æskilegra væri að hans mati að stuðla að annars konar neytendavernd og auka framboð íbúða, sem aðeins verði gert með því að byggja meira. Konráð S. Guðjónsson var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun þar sem hann ræddi tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um að lögfesta svokallað leiguþak. Í stuttu máli: Að leigusalar megi ekki rukka hærri leigu en það sem kveðið yrði á um í lögum.Sjá einnig: Til skoðunar að setja þak á leiguverðKonráð segir að þrátt fyrir að slíkar lausnir hljómi vel séu þær þó ekki til þess fallnar að bæta stöðu leigjenda. „Þetta er í rauninni virkilega slæm hugmynd. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara einhver popúlismi,“ segir Konráð. „Þegar þú hugsar um leiguþak þá hugsar þú, sem leigjandi: Það er fínt, þá getur leigusalinn ekki hækkað verðið neitt meira. Það er ástæðan fyrir því að fólki detti þetta í hug og ég skil alveg að það hljómi vel.“Konráð S. Guðjónsson segir að réttara væri að byggja meira og koma þannig raunverulegu þaki yfir höfuðið á leigjendum - frekar en leiguþaki.Stöð 2En eins og með allt annað þá verður þú að hugsa málið aðeins lengra að sögn Konráðs. Leiguþak geti nefnilega orðið til þess að eigandi íbúðarinnar hætti að sjá hag sinn í því að leigja út eignina, geti hann ekki sett fram leiguverð sem hann telur sanngjarnt. „Hann þá annað hvort hættir að leigja út íbúðina og rekur þig út úr henni eða þá að hann hugsar að hann „vilji fá eitthvað fyrir peninginn. Ég ætla ekki að vera að borga með íbúðinni,“ segir Konráð. Þá geti eigandi íbúðarinnar gripið til þess ráðs að spara annars staðar á móti, til að mynda með því að draga úr viðhaldi á eigninni. Þetta geti þannig orðið til þess að færri ákveði að setja eignir sínar á leigumarkaðinn, einfaldlega vegna þess að það borgar sig ekki. „Þannig að á endanum ertu búinn að minnka leigumarkaðinn sem er akkurat í þveröfuga átt við það sem þarf að gera - sem er að fjölga húsnæði, sama hvort það er til að leigja út eða búa í.“Airbnb og verðbólguskot Þak á leiguverð geti einnig haft þau áhrif að mati Konráðs að fólk muni heldur leigja út íbúðir sínar til skemmri tíma, til að mynda á Airbnb, telji eigendur meira upp úr því að hafa. Konráð segir að þrátt fyrir að þak á leiguverð sé ekki ákjósanlegt útiloki það ekki annars konar neytendavernd á leigumarkaði. „En leiguþak, þar sem þú ætlar að stjórna verðinu, það er mjög erfitt. Sérstaklega ef það er mikil hreyfing á markaðnum og verðið getur breyst skyndilega,“ segir Konráð og veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef að það kæmi verðbólguskot án þess að leiguþakið yrði hækkað. „Þá ertu í mjög vondum málum,“ bætir hann við. „Ég get eiginlega ekki séð að þetta sé að fara að leysa nokkurn vanda.“ Þrátt fyrir að það kunni að hljóma niðurdrepandi segir Konráð að eina lausnin til að vinna á vanda húsnæðismarkaðarins sé einfaldlega að stuðla að frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Það er verið að byggja meira, það þarf kannski eitthvað aðeins að gefa í, en það er það eina sem er raunveruleg að fara að breyta þessu eitthvað.“ Það sé því hagur bæði leigjenda og leigusala að leiguþaki verði ekki leitt í lög að sögn Konráðs, sem hlýða má á í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Til skoðunar að setja þak á leiguverð Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. 31. október 2018 11:30
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur