Ofursti í austurríska hernum sagður hafa njósnað fyrir Rússa um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 12:00 Sebastian Kurz, kanslari, og Mario Kunasek, varnarmálaráðherra. EPA/CHRISTIAN BRUNA Yfirvöld Austurríkis hafa nú til rannsóknar ofursta í her ríkisins sem sakaður er um að hafa njósnað fyrir Rússa um margra ára skeið. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, opinberaði rannsóknina á blaðamannafundi í morgun en hún snýr að 70 ára manni sem nú er sestur í helgan stein frá hernum. Hann er grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa frá tíunda áratug síðustu aldar. Ofurstinn er sakaður um að hafa útvegað Rússum ríkisleyndarmál. Rússar hafa að undanförnu verið sakaði um njósnir í fjölmörgum Evrópuríkjum. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hætt við ferð sína til Rússlands. Kurz sagði í morgun að augljóst væri að ef njósnirnar yrðu staðfestar myndi það ekki hafa jákvæð áhrif á samband Evrópusambandsins og Rússlands. Vísaði hann einnig til þess að fjórir starfsmenn GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins, voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þá reyndu þeir að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í Hague.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnara„Njósnir Rússa í Evrópu eru óásættanlegar og þær á að fordæma,“ sagði Kurz, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði sömuleiðis að ríkisstjórn sín væri að krefjast svara frá Rússlandi og ætlaði að ákveða næstu skref í samráði við bandamenn Austurríkis. Yfirvöld Austurríkis fengu upplýsingar um meintar njósnir ofurstans frá njósnastofnun annars Evrópuríkis. Mario Kunasek, varnarmálaráðherra Austurríkis, sagðist ekki geta staðhæft að um einangrað tilvik væri að ræða. Hann sagði ofurstann hafa afhent yfirvöldum tölvur og önnur tæki sem væru til rannsóknar. Þá sagði Kunasek að við yfirheyrslur hefði ofurstinn sagt að Rússar hefðu verið áhugasamir um vopnakerfi og upplýsingum um tiltekna einstaklinga í Austurríki. Fjölmiðlar í Austurríki segja ofurstann hafa fengið 300 þúsund evrur fyrir njósirnar.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.EPA/SERGEI CHIRIKOVRússar segjast koma af fjöllum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir fregnirnar frá Austurríki hafa komið sér óþægilega á óvart. hann sagði vestræn ríki hafa breytt venjum sínum að undanförnu og þau væru hætt að notast við hefðbundnar samskiptaleiðir ríkja. Þess í stað væru þau farin að saka Rússa opinberlega og "krefjast opinberra svara um eitthvað sem við vitum ekkert um,“ eins og Lavrov orðaði það. „Það er nauðsynlegt að fylgja reglunum sem hafa verið skapaðar um milliríkjasamskipti. Við ætlum að bjóða sendiherra Austurríkis í Utanríkisráðuneytið og beina athygli að þeim leiðum sem ætti að nota, ef þeir hafa einhverjar spurningar,“ sagði Lavrov, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessi ummæli Lavrov eru í samræmi við viðbrögð Rússa við opinberun njósnaranna sem reyndu að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Þá kvartaði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútin, forseta Rússlands, yfir því að ásakanir Hollendinga hefðu átt að berast í gegnum „réttar leiðir“ en ekki í gegnum fjölmiðla.Sjá einnig: Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögnKarin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, tekur sporið með Vladimir Pútín, forseta Rússlands.EPA/ROLAND SCHLAGERÞá er vert að benda á að undanfarin ár hafa Rússar verið sakaðir um að beita óhefðbundnum leiðum til að herja á og grafa undan öðrum ríkjum. Má þar nefna svokallaðan upplýsingahernað sem Rússar eru meðal annars sagðir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Hafa áhyggjur af sambandi Austurríkis og Rússlands Austurríki er ekki í Atlantshafsbandalaginu og hefur lengi skilgreint sig sem hlutlaust ríki. Ríkið hefur ekki tekið þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu eða vegna eitrunar Sergei Skripal og dóttur hans, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Frelsisflokkurinn gekk inn í ríkisstjórn Austurríkis í fyrra hafa bandamenn Austurríkis haft áhyggjur af nánu sambandi þeirra og Rússa. Kneissl dansaði til dæmi við Vladimir Pútín, í brúðkaupi hennar í Austurríki í ágúst, en hún hafði boðið honum sem sérstökum heiðursgesti í brúðkaupið. Þá hafa fregnir borist af því að bandamenn Austurríkis hafa ekki viljað deila upplýsingum með leyniþjónustu Austurríkis af ótta við að þeim yrði deilt með Rússum. Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, viðurkenndi í september að ríkið hefði verið beðið um að grípa til tiltekinna aðgerða til að byggja upp traust og þannig halda samstarfi við aðrar leyniþjónustur. Austurríki Evrópa Holland Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Yfirvöld Austurríkis hafa nú til rannsóknar ofursta í her ríkisins sem sakaður er um að hafa njósnað fyrir Rússa um margra ára skeið. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, opinberaði rannsóknina á blaðamannafundi í morgun en hún snýr að 70 ára manni sem nú er sestur í helgan stein frá hernum. Hann er grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa frá tíunda áratug síðustu aldar. Ofurstinn er sakaður um að hafa útvegað Rússum ríkisleyndarmál. Rússar hafa að undanförnu verið sakaði um njósnir í fjölmörgum Evrópuríkjum. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hætt við ferð sína til Rússlands. Kurz sagði í morgun að augljóst væri að ef njósnirnar yrðu staðfestar myndi það ekki hafa jákvæð áhrif á samband Evrópusambandsins og Rússlands. Vísaði hann einnig til þess að fjórir starfsmenn GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins, voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þá reyndu þeir að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í Hague.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnara„Njósnir Rússa í Evrópu eru óásættanlegar og þær á að fordæma,“ sagði Kurz, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði sömuleiðis að ríkisstjórn sín væri að krefjast svara frá Rússlandi og ætlaði að ákveða næstu skref í samráði við bandamenn Austurríkis. Yfirvöld Austurríkis fengu upplýsingar um meintar njósnir ofurstans frá njósnastofnun annars Evrópuríkis. Mario Kunasek, varnarmálaráðherra Austurríkis, sagðist ekki geta staðhæft að um einangrað tilvik væri að ræða. Hann sagði ofurstann hafa afhent yfirvöldum tölvur og önnur tæki sem væru til rannsóknar. Þá sagði Kunasek að við yfirheyrslur hefði ofurstinn sagt að Rússar hefðu verið áhugasamir um vopnakerfi og upplýsingum um tiltekna einstaklinga í Austurríki. Fjölmiðlar í Austurríki segja ofurstann hafa fengið 300 þúsund evrur fyrir njósirnar.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.EPA/SERGEI CHIRIKOVRússar segjast koma af fjöllum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir fregnirnar frá Austurríki hafa komið sér óþægilega á óvart. hann sagði vestræn ríki hafa breytt venjum sínum að undanförnu og þau væru hætt að notast við hefðbundnar samskiptaleiðir ríkja. Þess í stað væru þau farin að saka Rússa opinberlega og "krefjast opinberra svara um eitthvað sem við vitum ekkert um,“ eins og Lavrov orðaði það. „Það er nauðsynlegt að fylgja reglunum sem hafa verið skapaðar um milliríkjasamskipti. Við ætlum að bjóða sendiherra Austurríkis í Utanríkisráðuneytið og beina athygli að þeim leiðum sem ætti að nota, ef þeir hafa einhverjar spurningar,“ sagði Lavrov, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessi ummæli Lavrov eru í samræmi við viðbrögð Rússa við opinberun njósnaranna sem reyndu að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Þá kvartaði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútin, forseta Rússlands, yfir því að ásakanir Hollendinga hefðu átt að berast í gegnum „réttar leiðir“ en ekki í gegnum fjölmiðla.Sjá einnig: Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögnKarin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, tekur sporið með Vladimir Pútín, forseta Rússlands.EPA/ROLAND SCHLAGERÞá er vert að benda á að undanfarin ár hafa Rússar verið sakaðir um að beita óhefðbundnum leiðum til að herja á og grafa undan öðrum ríkjum. Má þar nefna svokallaðan upplýsingahernað sem Rússar eru meðal annars sagðir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Hafa áhyggjur af sambandi Austurríkis og Rússlands Austurríki er ekki í Atlantshafsbandalaginu og hefur lengi skilgreint sig sem hlutlaust ríki. Ríkið hefur ekki tekið þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu eða vegna eitrunar Sergei Skripal og dóttur hans, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Frelsisflokkurinn gekk inn í ríkisstjórn Austurríkis í fyrra hafa bandamenn Austurríkis haft áhyggjur af nánu sambandi þeirra og Rússa. Kneissl dansaði til dæmi við Vladimir Pútín, í brúðkaupi hennar í Austurríki í ágúst, en hún hafði boðið honum sem sérstökum heiðursgesti í brúðkaupið. Þá hafa fregnir borist af því að bandamenn Austurríkis hafa ekki viljað deila upplýsingum með leyniþjónustu Austurríkis af ótta við að þeim yrði deilt með Rússum. Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, viðurkenndi í september að ríkið hefði verið beðið um að grípa til tiltekinna aðgerða til að byggja upp traust og þannig halda samstarfi við aðrar leyniþjónustur.
Austurríki Evrópa Holland Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira