Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:56 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni. Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni.
Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24