Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 08:36 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Fréttablaðið/Eyþór Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira