Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 10:30 Mennirnir eru sagðir hafa hagnast af upplýsingum sem fruminnherjinn í hópnum lak til þeirra. Vísir/vilhelm Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Allir þeir sem ákærðir eru í málinu hafa því tekið samhljóða afstöðu til ákærunnar, en þeir Kjartan Jónsson og Kjartan Berg Jónsson sögðust saklausir þegar málið var þingfest í júní síðastliðnum. Þá var Kristján fjarverandi, en hann er búsettur erlendis. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Sjá einnig: Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í IcelandairKristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara málsins, er stefnt á aðalmeðferð í janúar. Finnur segir þó að þinghaldi verði framhaldið á morgun, því fram séu komnar gagnkröfur frá verjendum mannanna sem þurfi að taka afstöðu til. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Allir þeir sem ákærðir eru í málinu hafa því tekið samhljóða afstöðu til ákærunnar, en þeir Kjartan Jónsson og Kjartan Berg Jónsson sögðust saklausir þegar málið var þingfest í júní síðastliðnum. Þá var Kristján fjarverandi, en hann er búsettur erlendis. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Sjá einnig: Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í IcelandairKristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara málsins, er stefnt á aðalmeðferð í janúar. Finnur segir þó að þinghaldi verði framhaldið á morgun, því fram séu komnar gagnkröfur frá verjendum mannanna sem þurfi að taka afstöðu til.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02
Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00