„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 14:53 Steinunn Steinþórsdóttir í pontu á Húsnæðisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Vísir/vilhelm Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“ Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“
Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43