Eignirnar helmingast á þremur árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. október 2018 06:30 Eignir íslenskra hlutabréfasjóða drógust saman um tæp 19 prósent frá byrjun árs til loka september en á sama tíma jókst samanlagt markaðsvirði skráðra félaga um nærri fimmtung. Fréttablaðið/Ernir Eignir í stýringu íslenskra hlutabréfasjóða námu ríflega 63 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og hafa nær helmingast frá því þær voru hvað mestar, um 118 milljarðar króna, fyrir réttum þremur árum. Minnkandi eignir hlutabréfasjóðanna skýrast aðeins að litlu leyti af verðlækkunum á hlutabréfamarkaði – en markaðsvirði skráðra bréfa á aðallista Kauphallarinnar hefur fallið um 6,5 prósent undanfarin þrjú ár – heldur má rekja minnkunina að stórum hluta til innlausna fjárfesta. Eignir hlutabréfasjóða voru samanlagt tæpir 62 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins og höfðu þá ekki verið minni, í krónum talið, í hátt í fimm ár eða frá því í október árið 2013 þegar eignirnar námu alls 61 milljarði króna.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem almennir fjárfestar forðist hálfvegis að fjárfesta í hlutabréfum. Fasteignamarkaðurinn hafi að einhverju leytið tekið við af hlutabréfamarkaðinum sem eins konar sparnaðarleið fyrir almenna fjárfesta. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segist hugsi yfir því að innlendir langtímafjárfestar sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum á innlendum markaði þegar verðlagning sé almennt hagstæð. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Samkvæmt nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands drógust eignir hlutabréfasjóða saman um 18,7 prósent frá byrjun þessa árs til loka septembermánaðar þrátt fyrir að á tímabilinu hafi tvö félög, Arion banki og Heimavellir, verið skráð í Kauphöllina. Á sama tíma jókst samanlagt markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallarinnar um allt að fimmtung og úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,9 prósent.Innlausnir töluvert umfram sölu Tölur Seðlabankans um innlausnir hlutdeildarskírteina í hlutabréfasjóðum bera skýran vott um minnkandi áhuga fjárfesta á sjóðunum en til marks um það námu innlausnir 9,3 milljörðum króna umfram sölu frá byrjun þessa árs til loka september. Salan nam nánar tiltekið 12,3 milljörðum króna en innlausnirnar voru 21,6 milljarðar króna. Sé litið til ársbyrjunar 2017 hafa innlausnir hlutdeildarskírteina verið samanlagt 28,7 milljarðar króna umfram sölu, samkvæmt tölum Seðlabankans. Þróunin er sú sama ef horft er til nokkurra af stærstu hlutabréfasjóðum landsins. Þannig voru innlausnir um 6,7 milljarðar króna umfram sölu á fyrri helmingi ársins í stærsta sjóðnum, ÍS 15, sem er í stýringu sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Sjóðurinn var 26,1 milljarður króna að stærð í lok síðasta árs en 18,3 milljarðar króna að stærð í lok síðasta mánaðar. Eignir hans drógust því saman um 30 prósent á níu mánuðum. Þá námu innlausnir tæplega 1,7 milljörðum króna umfram sölu í hlutabréfasjóðnum Equity, í stýringu GAMMA Capital Management, á fyrri árshelmingi en það er umtalsverð breyting frá síðasta ári þegar salan var 539 milljónir króna umfram innlausnir. Heildareignir umrædds sjóðs námu um 3,4 milljörðum króna í byrjun þessa árs en í lok septembermánaðar voru eignirnar 994 milljónir króna. Minnkunin nemur þannig 71 prósenti á níu mánaða tímabili.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital ManagementEinn viðmælenda Markaðarins á fjármálamarkaði nefnir að minna fjármagn hlutabréfasjóðanna helgist að miklu leyti af innlausnum lífeyrissjóða sem hafi aukið fjárfestingar sínar erlendis og lánað í meiri mæli til sjóðfélaga. Margir sjóðir hafi auk þess á síðustu tólf til átján mánuðum tekið eignir úr stýringu í hlutabréfasjóðum og farið að stýra þeim sjálfir. Lífeyrissjóðirnir áttu í lok síðasta mánaðar um 33,5 prósent af útgefnum hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum en til samanburðar var hlutfallið 42,8 prósent í árslok 2017 og 49,3 prósent í lok árs 2016. Áttu sjóðirnir 21 milljarð króna í hlutabréfasjóðum í september og hefur eign þeirra ekki verið minni í krónum talið síðan í apríl árið 2013. Viðmælandi Markaðarins bendir einnig á að margir einkafjárfestar hafi leitað betri ávöxtunar í öðrum fjárfestingarkostum en hlutabréfasjóðum enda hafi hlutabréf ekki gefið vel af sér á undanförnum mánuðum. Verðlækkanir á markaði ýti þannig bersýnilega undir innlausnir. Annar viðmælandi bendir jafnframt á að Icelandair Group vegi þungt í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins og því hafi gengishrun bréfanna – en þau hafa lækkað um 82 prósent í verði frá því í apríl árið 2016 – mikil áhrif á gengi og stærð sjóðanna.Stýra eignunum sjálfir Kjartan Smári segir einkum tvennt geta útskýrt minni eignir í stýringu hlutabréfasjóða. „Í fyrsta lagi hafa lífeyrissjóðir flutt töluvert af eignum úr virkri stýringu hlutabréfasjóða á síðustu misserum og farið að stýra þeim sjálfir. Þetta hefur eðli málsins samkvæmt haft mest áhrif á þá hlutabréfasjóði sem sögulega hafa stýrt miklum eignum fyrir lífeyrissjóðina,“ útskýrir hann. Sem dæmi stýri bæði Arion banki og Landsbanki nokkrum lífeyrissjóðum. „Þessir lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina haft nokkuð stóran hluta af sinni hlutabréfaeign í virkri stýringu hjá rekstrarfélögum viðkomandi banka og fyrir því eru bæði faglegar og rekstrarlegar ástæður.Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.Innan rekstrarfélaganna starfa sterk teymi sem einbeita sér eingöngu að innlendum hlutabréfum. Mun hagkvæmara er að nýta þessi teymi betur í stað þess að ráða inn sérhæft starfsfólk hjá hverjum og einum lífeyrissjóði til að stýra sömu bréfunum. Þó að huga verði að fleiri þáttum en hagkvæmni, svo sem að gæta vel að mögulegum hagsmunaárekstrum, tel ég að fagleg stýring á markaðsforsendum sem tryggja eðlilega viðskiptahætti sé skilvirkara fyrirkomulag á ekki stærri markaði en okkar,“ nefnir Kjartan Smári. Hin ástæðan er sú, að sögn Kjartans Smára, að í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta hafi sparifjáreigendur farið að fjárfesta erlendis. „Eftir langan tíma í gjaldeyrishöftum voru eignasöfn almennra sparifjáreigenda orðin of einsleit og hlutfall innlendra eigna allt of hátt. Þegar höftunum var aflétt fórum við sem störfum við eignastýringu að dreifa eignasöfnum viðskiptavina okkar betur og það gerðu einnig sparifjáreigendur almennt. Að sama skapi hafa lífeyrissjóðirnir einbeitt sér að því að byggja upp eignasöfn erlendis og lána sjóðfélögum sínum til íbúðarkaupa. Reglulegt innstreymi iðgjalda hefur að mestu farið í þessar tvær áttir og því ekki leitað inn á skráða markaðinn nema í mjög litlum mæli,“ nefnir Kjartan Smári.Sjóðirnir minna áberandi Samkvæmt gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið síðasta sumar hefur bein hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í skráðum félögum dregist saman um tugi milljarða króna síðustu misseri. Slíkir sjóðir áttu um 7,5 prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni í lok júlí síðastliðins en hlutfallið var 7,9 prósent í september í fyrra. Til samanburðar var hlutfallið 10,9 prósent í lok árs 2016 og 12,0 prósent í árslok 2015. Sjóðirnir eru heldur ekki eins áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga og áður. Sem dæmi voru fimm innlendir verðbréfasjóðir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels, með samanlagt liðlega 12 prósenta hlut, í byrjun árs 2016. Nú komast aðeins tveir slíkir sjóðir, báðir í stýringu Stefnis, á listann og er samanlagður eignarhlutur þeirra í hátæknifyrirtækinu um 3,8 prósent. Minnkandi umsvif innlendra fjárfesta, sem hafa meira selt en keypt af hlutabréfum undanfarna mánuði, hefur birst með skýrum hætti í verðlækkunum og minni veltu á markaðinum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur til að mynda lækkað um 6,7 prósent undanfarna tólf mánuði og þá dróst velta með hlutabréf saman um 29 prósent í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir það vekja athygli að fram til byrjunar árs 2016 hafi hlutabréfamarkaðurinn stækkað jafnt og þétt með tilkomu skráninga á nýjum félögum og samhliða hafi veltan aukist eðlilega. „Í framhaldinu hélst veltan nokkuð góð eða þar til á þessu ári og þrátt fyrir stóra nýja skráningu, það er á Arion Banka, hefur það ekki dugað til að vekja markaðinn aftur til lífsins og veltan hefur minnkað. Það er klárlega ástæða til að hafa áhyggjur af minnkandi veltu og mögulega af þeirri þróun að einsleitni fjárfesta sé að aukast þar sem skoðanaskiptin verða minni vegna fækkunar á virkum fjárfestum. Auðvitað spilar kæling hagkerfisins inn í þróunina núna og tilfærsla innlendra fjárfesta úr íslenskum fjárfestingum í erlendar fjárfestingar kemur síðan ofan í minnkandi veltu, ásamt því að fjárfestar óttast átök á vinnumarkaði og hverjar afleiðingarnar verði af því,“ nefnir Valdimar.Minni umsvif áhyggjuefni Kjartan Smári segir að minni umsvif lífeyrissjóðanna á innlendum hlutabréfamarkaði geti skapað ákveðin tækifæri þar sem verð skráðra félaga sé í mörgum tilfellum hagstætt með hliðsjón af sambærilegum félögum erlendis. „Innlend hlutabréf hafa nánast ekkert hækkað síðastliðin þrjú ár og eru nú af mörgum talin ódýr. Erlendir fjárfestar hafa vissulega tekið eftir þessu og hafa verið að koma inn á markaðinn og kaupa hluti í vel reknum íslenskum rekstrarfélögum á verði sem þeir telja hagstætt. Þetta skapar því ákveðin tækifæri en vissulega er maður hugsi yfir því að innlendir langtímafjárfestar, sem hugsa 30 til 40 ár fram í tímann, sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum í innlendum markaði þegar verðlagning er almennt hagstæð. Það er ákveðið áhyggjuefni. Auðvitað er eðlilegt að sjóðirnir vilji dreifa eignum sínum víðar en það er einnig eðlilegt hlutverk lífeyrissjóða að grípa góð fjárfestingartækifæri hér á Íslandi þegar þau gefast,“ segir Kjartan Smári. Hann nefnir auk þess að þegar stærra hlutfalli af eignum lífeyrissjóðanna var stýrt í gegnum hlutabréfasjóði hafi það skapað meiri virkni á markaði. „Hlutabréfasjóðir eru í eðli sínu virkari fjárfestar en lífeyrissjóðir. Þeir síðarnefndu eru þekktari fyrir að kaupa bréf til lengri tíma og huga lítið að skemmri tíma sveiflum. Verðbréfasjóðir eru á hinn bóginn virkari í stýringu sinni. Þeir hugsa bæði um langtímavirði og sveiflur og stefnur til skemmri tíma. Það er gott fyrir alla þegar virk viðskipti eru á markaði og verðmyndunin skilvirk, ekki síst fyrir lífeyrissjóði sem eiga verulega hagsmuni af öflugum fjármálamarkaði hér á landi,“ segir Kjartan Smári. Ásgeir nefnir að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið af ýmsum sökum og það hafi vitanlega haft áhrif á markaðinn. Sjóðirnir einbeiti sér nú fremur að því að fjárfesta erlendis og lána til fasteignakaupa. „Það var að sumu leyti erfitt fyrir þá að vera stórir fiskar í lítilli tjörn og því er ekki óeðlilegt að þeir leggi nú meiri áherslu á að auka vægi erlendra eigna í söfnum sínum.“ Ásgeir segir að verðlækkanir hlutabréfa undanfarið skýrist einnig af vísbendingum um að hagkerfið sé að kólna hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Um leið og það fór að bera á vaxandi svartsýni birtist það í lækkandi hlutabréfaverði. Væntingar stjórnenda fyrirtækja – eins og þær eru mældar af Gallup – hafa til dæmis hríðfallið undanfarið. Íslensk fyrirtæki glíma um þessar mundir auk þess við hækkandi kostnað, laun og gengi krónunnar sem kemur niður á framlegð þeirra. Það má segja að útlitið er ekki sérstaklega bjart,“ nefnir Ásgeir. Jafnframt hafi það veruleg áhrif á markaðinn þegar stór félög, líkt og Icelandair, hríðfalla í verði. „Ég er líka þeirrar skoðunar,“ segir Ásgeir, „að það vanti fleiri skemmtilegar sögur á markaðinn, ef svo má að orði komast. Flest félögin í Kauphöllinni eru nokkuð hefðbundin rekstrarfélög með rekstur í föstum skorðum og hreyfast með álíka hætti á markaði. Kannski þurfum við fleiri og ólíkari félög sem kveikja í fjárfestum með von um vöxt og framtíðargæfu svona til þess að hreyfa við markaðinum,“ bætir Ásgeir við.Óvissan alltaf slæm Aðspurður um stöðuna á hlutabréfamarkaði segir Kjartan Smári árið ekki hafa verið gott á eignamörkuðum, hvorki hér á landi né erlendis. Það eigi við um hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og flesta aðra eignaflokka. Óvissa skeki nú innlendan hlutabréfamarkað fyrir veturinn. „Óvissan er ávallt slæm í huga fjárfesta og hefur því neikvæð áhrif á öll eignaverð. Það er alveg ljóst í mínum huga að búið er að verðleggja töluverð skakkaföll inn í verð innlendra hlutabréfa. Þrátt fyrir að þau uppgjör sem við höfum séð undanfarna daga hafi almennt verið í góðu lagi og önnur félög birt jákvæðar fréttir er erfitt að spá um framhaldið vegna þess óvissuástands sem er ríkjandi. Kjarasamningar fela í sér verulega óvissu fyrir alla, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna sem er orðin okkur það mikilvæg að skjálfti þar hefur áhrif afar víða. Þegar þetta tvennt fer saman hefur það eðlilega áhrif á bjartsýni fjárfesta inn í veturinn, en fyrir fjárfesta sem horfa til langs tíma felast tækifærin einmitt oft í skammtímasvartsýni,“ segir Kjartan Smári.Vill skoða leiðir til að auka áhuga almennings Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hrun hlutabréfamarkaðarins árið 2008 hafi verið gríðarlegt áfall. Svo virðist sem markaðurinn hafi ekki alveg öðlast sama trúverðugleika og áður. „Almennir fjárfestar virðast hálfvegis forðast að fjárfesta í hlutabréfum,“ nefnir Ásgeir. „Víða erlendis, til dæmis vestanhafs, hefur almenningur lagt mikið fjármagn í svokallaða vísitölusjóði sem hafa verið leiðandi í þeim uppgangi sem verið hefur á mörkuðum þar. Hér á landi eru slíkir sjóðir hins vegar mjög smáir og hafa lítið stækkað á síðustu árum. Það má segja að fjárfestar hafi fremur keypt fasteignir en hlutabréf eftir hrun. Fasteignamarkaðurinn hefur að einhverju leyti tekið við af hlutabréfamarkaðinum sem eins konar sparnaðarleið fyrir almenna fjárfesta.“ Kanna mætti leiðir til þess að auka áhuga almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaðinum. Ásgeir bendir meðal annars á að hlutabréfamarkaðinum hafi á tíunda áratugnum verið ýtt af stað með skattaafslætti. „Það má velta því fyrir sér hvort beita eigi slíkum aðferðum til þess að auka eftirspurn almennings eftir hlutabréfum. Einnig mætti leggja ríkari áherslu á að kynna vísitölusjóði fyrir fólki sem leið til fjárfestingar,“ segir hann.Innlán heimilanna aukast á meðan eign þeirra í hlutabréfasjóðum dregst saman Á sama tíma og eign heimila í hlutabréfasjóðum hefur dregist saman á síðustu árum hafa innlán þeirra í bankakerfinu aukist verulega. Innlánin námu um 864 milljörðum króna í lok september, samkvæmt hagtölum Seðlabankans, og hafa þau aldrei verið meiri í krónum talið. Vöxtur innlána heimilanna í bankakerfinu hefur numið 9,4 prósentum sé litið til síðustu tólf mánaða. Þrátt fyrir aukna einkaneyslu hefur sparnaður heimilanna haldið áfram að aukast þar sem ráðstöfunartekjur hafa vaxið enn hraðar. Heimilin áttu í lok september um 17,9 milljarða króna í hlutabréfasjóðum og hafa eignirnar dregist saman um fjóra milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Þau áttu um 28 prósent af útgefnum hlutdeildarskírteinum í sjóðunum í síðasta mánuði og hefur hlutdeildin þokast nokkuð upp undanfarið en hún var liðlega 25 prósent í árslok 2017. Samkvæmt gögnum frá Kauphöllinni nam bein hlutabréfaeign heimila um 4,5 prósentum af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í júlí. Fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Eignir í stýringu íslenskra hlutabréfasjóða námu ríflega 63 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og hafa nær helmingast frá því þær voru hvað mestar, um 118 milljarðar króna, fyrir réttum þremur árum. Minnkandi eignir hlutabréfasjóðanna skýrast aðeins að litlu leyti af verðlækkunum á hlutabréfamarkaði – en markaðsvirði skráðra bréfa á aðallista Kauphallarinnar hefur fallið um 6,5 prósent undanfarin þrjú ár – heldur má rekja minnkunina að stórum hluta til innlausna fjárfesta. Eignir hlutabréfasjóða voru samanlagt tæpir 62 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins og höfðu þá ekki verið minni, í krónum talið, í hátt í fimm ár eða frá því í október árið 2013 þegar eignirnar námu alls 61 milljarði króna.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem almennir fjárfestar forðist hálfvegis að fjárfesta í hlutabréfum. Fasteignamarkaðurinn hafi að einhverju leytið tekið við af hlutabréfamarkaðinum sem eins konar sparnaðarleið fyrir almenna fjárfesta. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segist hugsi yfir því að innlendir langtímafjárfestar sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum á innlendum markaði þegar verðlagning sé almennt hagstæð. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Samkvæmt nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands drógust eignir hlutabréfasjóða saman um 18,7 prósent frá byrjun þessa árs til loka septembermánaðar þrátt fyrir að á tímabilinu hafi tvö félög, Arion banki og Heimavellir, verið skráð í Kauphöllina. Á sama tíma jókst samanlagt markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallarinnar um allt að fimmtung og úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,9 prósent.Innlausnir töluvert umfram sölu Tölur Seðlabankans um innlausnir hlutdeildarskírteina í hlutabréfasjóðum bera skýran vott um minnkandi áhuga fjárfesta á sjóðunum en til marks um það námu innlausnir 9,3 milljörðum króna umfram sölu frá byrjun þessa árs til loka september. Salan nam nánar tiltekið 12,3 milljörðum króna en innlausnirnar voru 21,6 milljarðar króna. Sé litið til ársbyrjunar 2017 hafa innlausnir hlutdeildarskírteina verið samanlagt 28,7 milljarðar króna umfram sölu, samkvæmt tölum Seðlabankans. Þróunin er sú sama ef horft er til nokkurra af stærstu hlutabréfasjóðum landsins. Þannig voru innlausnir um 6,7 milljarðar króna umfram sölu á fyrri helmingi ársins í stærsta sjóðnum, ÍS 15, sem er í stýringu sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Sjóðurinn var 26,1 milljarður króna að stærð í lok síðasta árs en 18,3 milljarðar króna að stærð í lok síðasta mánaðar. Eignir hans drógust því saman um 30 prósent á níu mánuðum. Þá námu innlausnir tæplega 1,7 milljörðum króna umfram sölu í hlutabréfasjóðnum Equity, í stýringu GAMMA Capital Management, á fyrri árshelmingi en það er umtalsverð breyting frá síðasta ári þegar salan var 539 milljónir króna umfram innlausnir. Heildareignir umrædds sjóðs námu um 3,4 milljörðum króna í byrjun þessa árs en í lok septembermánaðar voru eignirnar 994 milljónir króna. Minnkunin nemur þannig 71 prósenti á níu mánaða tímabili.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital ManagementEinn viðmælenda Markaðarins á fjármálamarkaði nefnir að minna fjármagn hlutabréfasjóðanna helgist að miklu leyti af innlausnum lífeyrissjóða sem hafi aukið fjárfestingar sínar erlendis og lánað í meiri mæli til sjóðfélaga. Margir sjóðir hafi auk þess á síðustu tólf til átján mánuðum tekið eignir úr stýringu í hlutabréfasjóðum og farið að stýra þeim sjálfir. Lífeyrissjóðirnir áttu í lok síðasta mánaðar um 33,5 prósent af útgefnum hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum en til samanburðar var hlutfallið 42,8 prósent í árslok 2017 og 49,3 prósent í lok árs 2016. Áttu sjóðirnir 21 milljarð króna í hlutabréfasjóðum í september og hefur eign þeirra ekki verið minni í krónum talið síðan í apríl árið 2013. Viðmælandi Markaðarins bendir einnig á að margir einkafjárfestar hafi leitað betri ávöxtunar í öðrum fjárfestingarkostum en hlutabréfasjóðum enda hafi hlutabréf ekki gefið vel af sér á undanförnum mánuðum. Verðlækkanir á markaði ýti þannig bersýnilega undir innlausnir. Annar viðmælandi bendir jafnframt á að Icelandair Group vegi þungt í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins og því hafi gengishrun bréfanna – en þau hafa lækkað um 82 prósent í verði frá því í apríl árið 2016 – mikil áhrif á gengi og stærð sjóðanna.Stýra eignunum sjálfir Kjartan Smári segir einkum tvennt geta útskýrt minni eignir í stýringu hlutabréfasjóða. „Í fyrsta lagi hafa lífeyrissjóðir flutt töluvert af eignum úr virkri stýringu hlutabréfasjóða á síðustu misserum og farið að stýra þeim sjálfir. Þetta hefur eðli málsins samkvæmt haft mest áhrif á þá hlutabréfasjóði sem sögulega hafa stýrt miklum eignum fyrir lífeyrissjóðina,“ útskýrir hann. Sem dæmi stýri bæði Arion banki og Landsbanki nokkrum lífeyrissjóðum. „Þessir lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina haft nokkuð stóran hluta af sinni hlutabréfaeign í virkri stýringu hjá rekstrarfélögum viðkomandi banka og fyrir því eru bæði faglegar og rekstrarlegar ástæður.Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.Innan rekstrarfélaganna starfa sterk teymi sem einbeita sér eingöngu að innlendum hlutabréfum. Mun hagkvæmara er að nýta þessi teymi betur í stað þess að ráða inn sérhæft starfsfólk hjá hverjum og einum lífeyrissjóði til að stýra sömu bréfunum. Þó að huga verði að fleiri þáttum en hagkvæmni, svo sem að gæta vel að mögulegum hagsmunaárekstrum, tel ég að fagleg stýring á markaðsforsendum sem tryggja eðlilega viðskiptahætti sé skilvirkara fyrirkomulag á ekki stærri markaði en okkar,“ nefnir Kjartan Smári. Hin ástæðan er sú, að sögn Kjartans Smára, að í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta hafi sparifjáreigendur farið að fjárfesta erlendis. „Eftir langan tíma í gjaldeyrishöftum voru eignasöfn almennra sparifjáreigenda orðin of einsleit og hlutfall innlendra eigna allt of hátt. Þegar höftunum var aflétt fórum við sem störfum við eignastýringu að dreifa eignasöfnum viðskiptavina okkar betur og það gerðu einnig sparifjáreigendur almennt. Að sama skapi hafa lífeyrissjóðirnir einbeitt sér að því að byggja upp eignasöfn erlendis og lána sjóðfélögum sínum til íbúðarkaupa. Reglulegt innstreymi iðgjalda hefur að mestu farið í þessar tvær áttir og því ekki leitað inn á skráða markaðinn nema í mjög litlum mæli,“ nefnir Kjartan Smári.Sjóðirnir minna áberandi Samkvæmt gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið síðasta sumar hefur bein hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í skráðum félögum dregist saman um tugi milljarða króna síðustu misseri. Slíkir sjóðir áttu um 7,5 prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni í lok júlí síðastliðins en hlutfallið var 7,9 prósent í september í fyrra. Til samanburðar var hlutfallið 10,9 prósent í lok árs 2016 og 12,0 prósent í árslok 2015. Sjóðirnir eru heldur ekki eins áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga og áður. Sem dæmi voru fimm innlendir verðbréfasjóðir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels, með samanlagt liðlega 12 prósenta hlut, í byrjun árs 2016. Nú komast aðeins tveir slíkir sjóðir, báðir í stýringu Stefnis, á listann og er samanlagður eignarhlutur þeirra í hátæknifyrirtækinu um 3,8 prósent. Minnkandi umsvif innlendra fjárfesta, sem hafa meira selt en keypt af hlutabréfum undanfarna mánuði, hefur birst með skýrum hætti í verðlækkunum og minni veltu á markaðinum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur til að mynda lækkað um 6,7 prósent undanfarna tólf mánuði og þá dróst velta með hlutabréf saman um 29 prósent í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir það vekja athygli að fram til byrjunar árs 2016 hafi hlutabréfamarkaðurinn stækkað jafnt og þétt með tilkomu skráninga á nýjum félögum og samhliða hafi veltan aukist eðlilega. „Í framhaldinu hélst veltan nokkuð góð eða þar til á þessu ári og þrátt fyrir stóra nýja skráningu, það er á Arion Banka, hefur það ekki dugað til að vekja markaðinn aftur til lífsins og veltan hefur minnkað. Það er klárlega ástæða til að hafa áhyggjur af minnkandi veltu og mögulega af þeirri þróun að einsleitni fjárfesta sé að aukast þar sem skoðanaskiptin verða minni vegna fækkunar á virkum fjárfestum. Auðvitað spilar kæling hagkerfisins inn í þróunina núna og tilfærsla innlendra fjárfesta úr íslenskum fjárfestingum í erlendar fjárfestingar kemur síðan ofan í minnkandi veltu, ásamt því að fjárfestar óttast átök á vinnumarkaði og hverjar afleiðingarnar verði af því,“ nefnir Valdimar.Minni umsvif áhyggjuefni Kjartan Smári segir að minni umsvif lífeyrissjóðanna á innlendum hlutabréfamarkaði geti skapað ákveðin tækifæri þar sem verð skráðra félaga sé í mörgum tilfellum hagstætt með hliðsjón af sambærilegum félögum erlendis. „Innlend hlutabréf hafa nánast ekkert hækkað síðastliðin þrjú ár og eru nú af mörgum talin ódýr. Erlendir fjárfestar hafa vissulega tekið eftir þessu og hafa verið að koma inn á markaðinn og kaupa hluti í vel reknum íslenskum rekstrarfélögum á verði sem þeir telja hagstætt. Þetta skapar því ákveðin tækifæri en vissulega er maður hugsi yfir því að innlendir langtímafjárfestar, sem hugsa 30 til 40 ár fram í tímann, sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum í innlendum markaði þegar verðlagning er almennt hagstæð. Það er ákveðið áhyggjuefni. Auðvitað er eðlilegt að sjóðirnir vilji dreifa eignum sínum víðar en það er einnig eðlilegt hlutverk lífeyrissjóða að grípa góð fjárfestingartækifæri hér á Íslandi þegar þau gefast,“ segir Kjartan Smári. Hann nefnir auk þess að þegar stærra hlutfalli af eignum lífeyrissjóðanna var stýrt í gegnum hlutabréfasjóði hafi það skapað meiri virkni á markaði. „Hlutabréfasjóðir eru í eðli sínu virkari fjárfestar en lífeyrissjóðir. Þeir síðarnefndu eru þekktari fyrir að kaupa bréf til lengri tíma og huga lítið að skemmri tíma sveiflum. Verðbréfasjóðir eru á hinn bóginn virkari í stýringu sinni. Þeir hugsa bæði um langtímavirði og sveiflur og stefnur til skemmri tíma. Það er gott fyrir alla þegar virk viðskipti eru á markaði og verðmyndunin skilvirk, ekki síst fyrir lífeyrissjóði sem eiga verulega hagsmuni af öflugum fjármálamarkaði hér á landi,“ segir Kjartan Smári. Ásgeir nefnir að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið af ýmsum sökum og það hafi vitanlega haft áhrif á markaðinn. Sjóðirnir einbeiti sér nú fremur að því að fjárfesta erlendis og lána til fasteignakaupa. „Það var að sumu leyti erfitt fyrir þá að vera stórir fiskar í lítilli tjörn og því er ekki óeðlilegt að þeir leggi nú meiri áherslu á að auka vægi erlendra eigna í söfnum sínum.“ Ásgeir segir að verðlækkanir hlutabréfa undanfarið skýrist einnig af vísbendingum um að hagkerfið sé að kólna hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Um leið og það fór að bera á vaxandi svartsýni birtist það í lækkandi hlutabréfaverði. Væntingar stjórnenda fyrirtækja – eins og þær eru mældar af Gallup – hafa til dæmis hríðfallið undanfarið. Íslensk fyrirtæki glíma um þessar mundir auk þess við hækkandi kostnað, laun og gengi krónunnar sem kemur niður á framlegð þeirra. Það má segja að útlitið er ekki sérstaklega bjart,“ nefnir Ásgeir. Jafnframt hafi það veruleg áhrif á markaðinn þegar stór félög, líkt og Icelandair, hríðfalla í verði. „Ég er líka þeirrar skoðunar,“ segir Ásgeir, „að það vanti fleiri skemmtilegar sögur á markaðinn, ef svo má að orði komast. Flest félögin í Kauphöllinni eru nokkuð hefðbundin rekstrarfélög með rekstur í föstum skorðum og hreyfast með álíka hætti á markaði. Kannski þurfum við fleiri og ólíkari félög sem kveikja í fjárfestum með von um vöxt og framtíðargæfu svona til þess að hreyfa við markaðinum,“ bætir Ásgeir við.Óvissan alltaf slæm Aðspurður um stöðuna á hlutabréfamarkaði segir Kjartan Smári árið ekki hafa verið gott á eignamörkuðum, hvorki hér á landi né erlendis. Það eigi við um hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og flesta aðra eignaflokka. Óvissa skeki nú innlendan hlutabréfamarkað fyrir veturinn. „Óvissan er ávallt slæm í huga fjárfesta og hefur því neikvæð áhrif á öll eignaverð. Það er alveg ljóst í mínum huga að búið er að verðleggja töluverð skakkaföll inn í verð innlendra hlutabréfa. Þrátt fyrir að þau uppgjör sem við höfum séð undanfarna daga hafi almennt verið í góðu lagi og önnur félög birt jákvæðar fréttir er erfitt að spá um framhaldið vegna þess óvissuástands sem er ríkjandi. Kjarasamningar fela í sér verulega óvissu fyrir alla, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna sem er orðin okkur það mikilvæg að skjálfti þar hefur áhrif afar víða. Þegar þetta tvennt fer saman hefur það eðlilega áhrif á bjartsýni fjárfesta inn í veturinn, en fyrir fjárfesta sem horfa til langs tíma felast tækifærin einmitt oft í skammtímasvartsýni,“ segir Kjartan Smári.Vill skoða leiðir til að auka áhuga almennings Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hrun hlutabréfamarkaðarins árið 2008 hafi verið gríðarlegt áfall. Svo virðist sem markaðurinn hafi ekki alveg öðlast sama trúverðugleika og áður. „Almennir fjárfestar virðast hálfvegis forðast að fjárfesta í hlutabréfum,“ nefnir Ásgeir. „Víða erlendis, til dæmis vestanhafs, hefur almenningur lagt mikið fjármagn í svokallaða vísitölusjóði sem hafa verið leiðandi í þeim uppgangi sem verið hefur á mörkuðum þar. Hér á landi eru slíkir sjóðir hins vegar mjög smáir og hafa lítið stækkað á síðustu árum. Það má segja að fjárfestar hafi fremur keypt fasteignir en hlutabréf eftir hrun. Fasteignamarkaðurinn hefur að einhverju leyti tekið við af hlutabréfamarkaðinum sem eins konar sparnaðarleið fyrir almenna fjárfesta.“ Kanna mætti leiðir til þess að auka áhuga almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaðinum. Ásgeir bendir meðal annars á að hlutabréfamarkaðinum hafi á tíunda áratugnum verið ýtt af stað með skattaafslætti. „Það má velta því fyrir sér hvort beita eigi slíkum aðferðum til þess að auka eftirspurn almennings eftir hlutabréfum. Einnig mætti leggja ríkari áherslu á að kynna vísitölusjóði fyrir fólki sem leið til fjárfestingar,“ segir hann.Innlán heimilanna aukast á meðan eign þeirra í hlutabréfasjóðum dregst saman Á sama tíma og eign heimila í hlutabréfasjóðum hefur dregist saman á síðustu árum hafa innlán þeirra í bankakerfinu aukist verulega. Innlánin námu um 864 milljörðum króna í lok september, samkvæmt hagtölum Seðlabankans, og hafa þau aldrei verið meiri í krónum talið. Vöxtur innlána heimilanna í bankakerfinu hefur numið 9,4 prósentum sé litið til síðustu tólf mánaða. Þrátt fyrir aukna einkaneyslu hefur sparnaður heimilanna haldið áfram að aukast þar sem ráðstöfunartekjur hafa vaxið enn hraðar. Heimilin áttu í lok september um 17,9 milljarða króna í hlutabréfasjóðum og hafa eignirnar dregist saman um fjóra milljarða á undanförnum tólf mánuðum. Þau áttu um 28 prósent af útgefnum hlutdeildarskírteinum í sjóðunum í síðasta mánuði og hefur hlutdeildin þokast nokkuð upp undanfarið en hún var liðlega 25 prósent í árslok 2017. Samkvæmt gögnum frá Kauphöllinni nam bein hlutabréfaeign heimila um 4,5 prósentum af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í júlí. Fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira