Hagsmunir hluthafa í öndvegi Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun