Umdeilt að senda hermenn að Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2018 07:00 Gangan að landamærum Bandaríkjanna er afar löng, þúsundir kílómetra, og fagna flóttamenn því þegar þeir fá að fljóta með öðrum. Nordicphotos/AFP Bandaríkin Hin svokallaða flóttamannalest, hópur þúsunda miðamerískra flóttamanna, hélt áfram ferð sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær. Flestir lögðu af stað frá borginni Juchitan í suðurhluta landsins en borgin er í um 2.000 kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum. För flóttamannanna hefur orðið að miklu hitamáli í Bandaríkjunum en þar gengur fólk að kjörborðinu eftir sex daga. Líkt og með fjölmörg mál skiptist þjóðin í tvennt eftir flokkslínum. Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefur til að mynda talað um það á kosningafundum fyrir hönd frambjóðenda Demókrata að Repúblikanar reyni um þessar mundir að ala á ótta á meðan Donald Trump forseti hefur sagst ætla að koma í veg fyrir komu fólksins til Bandaríkjanna og að í hópnum væri að finna fjölmarga hættulega glæpamenn. Trump hefur ekki lagt fram gögn sem styðja þá staðhæfingu. Forsetinn hefur fyrirskipað að 5.200 hermenn verði sendir að landamærunum til þess að efla gæslu og er sú ákvörðun ekki óumdeild. Politico hafði eftir Kelly Magsamen, sem var í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð bæði George W. Bush og Baracks Obama, að ákvörðunin væri gróf misbeiting hersins í pólitísku skyni. Aðgerðin kallast Operation Faithful Patriot og með henni mun fjöldi hermanna á landamærunum við Mexíkó standa í um 7.000. Það er álíka mikið og fjöldi þeirra hermanna sem staddur er í Írak og Sýrlandi til þess að takast á við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Sæki flóttamennirnir í lestinni um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum mega yfirvöld hins vegar ekki vísa þeim úr landi fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um umsóknina. Í viðtali við Fox News á mánudagskvöldið sagði Trump forseti að ef svo færi yrði flóttamönnunum ekki hleypt langt inn fyrir landamærin. Trump sagði að tjaldbúðum yrði komið upp sem flóttamennirnir gætu gist í á meðan umsóknir þeirra væru vegnar og metnar og með því yrði komið í veg fyrir að fólkið gæti falið sig fyrir laganna vörðum, verði umsókn neitað. Levin Guillen, 23 ára bóndi frá hondúrsku borginni Corinto, sagði í samtali við fréttastofu ABC að hann væri á flótta frá þeim sem myrtu föður hans fyrir átján árum og vildi komast til frænku sinnar í Los Angeles. „Við viljum bara komast á okkar áfangastað, það er að landamærunum,“ sagði Guillen. Aðspurður um áform Trumps sagði hann að þótt lestin yrði ekki boðin velkomin myndu flóttamennirnir samt halda áfram að reyna. Ef horft er til tölfræðinnar má draga þá ályktun að það komi sér vel fyrir forsetann að flóttamannalestin sé í umræðunni nú rétt fyrir kosningar. Dyggustu kjósendur Repúblikanaflokksins virðast hrifnir af stefnu forsetans í innflytjendamálum og er ákall hans um byggingu landamæramúrs vinsælt. Lestin gæti því leitt til þess að Repúblikanar skili sér vel á kjörstað. Að sama skapi hafa skoðanakannanir, meðal annars frá Harvard-Harris, sýnt að sjötíu prósent kjósenda vilja sjá harðari afstöðu í innflytjendamálum og 61 prósent telur að öryggismálum á landamærunum sé ábótavant.Vill hætta að veita öllum börnum ríkisborgararétt Auk þess að tala af krafti um flóttamannalestina sagði Trump svo á mánudaginn að hann ætlaði sér að afnema þá reglu að börn fædd í Bandaríkjunum fengju ríkisborgararétt þótt foreldrarnir hafi hann ekki. Slík börn hafa verið uppnefnd akkerisbörn (e. anchor babies) þar sem þau gefa ólöglegum innflytjendum aukna vernd gegn því að vera sendir úr landi. Politico benti á að þessi ákvörðun forsetans stangaðist á við fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar. Axios birti viðtal við forsetann í gær þar sem hann sagðist hafa rætt málið við lögfræðing forsetaembættisins. „Mér var alltaf sagt að það þyrfti að breyta stjórnarskránni til að gera þetta. En veistu hvað? Það er rangt. Það er hægt að gera þetta á þingi án nokkurs vafa en nú er mér sagt að ég geti gert þetta með forsetatilskipun. Við erum eina ríki heims sem veitir öllum börnum ríkisborgararétt. Það er fáránlegt. Það er fáránlegt og þessu verður að linna,“ sagði Trump en blaðamaður Axios svaraði því að það væri í fyrsta lagi umdeilt hvort það væri löglegt að ná málinu í gegn með forsetatilskipun og í öðru lagi veittu rúmlega þrjátíu ríki öllum þeim sem fæddust innan landsins ríkisborgararétt. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Bandaríkin Hin svokallaða flóttamannalest, hópur þúsunda miðamerískra flóttamanna, hélt áfram ferð sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær. Flestir lögðu af stað frá borginni Juchitan í suðurhluta landsins en borgin er í um 2.000 kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum. För flóttamannanna hefur orðið að miklu hitamáli í Bandaríkjunum en þar gengur fólk að kjörborðinu eftir sex daga. Líkt og með fjölmörg mál skiptist þjóðin í tvennt eftir flokkslínum. Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefur til að mynda talað um það á kosningafundum fyrir hönd frambjóðenda Demókrata að Repúblikanar reyni um þessar mundir að ala á ótta á meðan Donald Trump forseti hefur sagst ætla að koma í veg fyrir komu fólksins til Bandaríkjanna og að í hópnum væri að finna fjölmarga hættulega glæpamenn. Trump hefur ekki lagt fram gögn sem styðja þá staðhæfingu. Forsetinn hefur fyrirskipað að 5.200 hermenn verði sendir að landamærunum til þess að efla gæslu og er sú ákvörðun ekki óumdeild. Politico hafði eftir Kelly Magsamen, sem var í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð bæði George W. Bush og Baracks Obama, að ákvörðunin væri gróf misbeiting hersins í pólitísku skyni. Aðgerðin kallast Operation Faithful Patriot og með henni mun fjöldi hermanna á landamærunum við Mexíkó standa í um 7.000. Það er álíka mikið og fjöldi þeirra hermanna sem staddur er í Írak og Sýrlandi til þess að takast á við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Sæki flóttamennirnir í lestinni um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum mega yfirvöld hins vegar ekki vísa þeim úr landi fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um umsóknina. Í viðtali við Fox News á mánudagskvöldið sagði Trump forseti að ef svo færi yrði flóttamönnunum ekki hleypt langt inn fyrir landamærin. Trump sagði að tjaldbúðum yrði komið upp sem flóttamennirnir gætu gist í á meðan umsóknir þeirra væru vegnar og metnar og með því yrði komið í veg fyrir að fólkið gæti falið sig fyrir laganna vörðum, verði umsókn neitað. Levin Guillen, 23 ára bóndi frá hondúrsku borginni Corinto, sagði í samtali við fréttastofu ABC að hann væri á flótta frá þeim sem myrtu föður hans fyrir átján árum og vildi komast til frænku sinnar í Los Angeles. „Við viljum bara komast á okkar áfangastað, það er að landamærunum,“ sagði Guillen. Aðspurður um áform Trumps sagði hann að þótt lestin yrði ekki boðin velkomin myndu flóttamennirnir samt halda áfram að reyna. Ef horft er til tölfræðinnar má draga þá ályktun að það komi sér vel fyrir forsetann að flóttamannalestin sé í umræðunni nú rétt fyrir kosningar. Dyggustu kjósendur Repúblikanaflokksins virðast hrifnir af stefnu forsetans í innflytjendamálum og er ákall hans um byggingu landamæramúrs vinsælt. Lestin gæti því leitt til þess að Repúblikanar skili sér vel á kjörstað. Að sama skapi hafa skoðanakannanir, meðal annars frá Harvard-Harris, sýnt að sjötíu prósent kjósenda vilja sjá harðari afstöðu í innflytjendamálum og 61 prósent telur að öryggismálum á landamærunum sé ábótavant.Vill hætta að veita öllum börnum ríkisborgararétt Auk þess að tala af krafti um flóttamannalestina sagði Trump svo á mánudaginn að hann ætlaði sér að afnema þá reglu að börn fædd í Bandaríkjunum fengju ríkisborgararétt þótt foreldrarnir hafi hann ekki. Slík börn hafa verið uppnefnd akkerisbörn (e. anchor babies) þar sem þau gefa ólöglegum innflytjendum aukna vernd gegn því að vera sendir úr landi. Politico benti á að þessi ákvörðun forsetans stangaðist á við fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar. Axios birti viðtal við forsetann í gær þar sem hann sagðist hafa rætt málið við lögfræðing forsetaembættisins. „Mér var alltaf sagt að það þyrfti að breyta stjórnarskránni til að gera þetta. En veistu hvað? Það er rangt. Það er hægt að gera þetta á þingi án nokkurs vafa en nú er mér sagt að ég geti gert þetta með forsetatilskipun. Við erum eina ríki heims sem veitir öllum börnum ríkisborgararétt. Það er fáránlegt. Það er fáránlegt og þessu verður að linna,“ sagði Trump en blaðamaður Axios svaraði því að það væri í fyrsta lagi umdeilt hvort það væri löglegt að ná málinu í gegn með forsetatilskipun og í öðru lagi veittu rúmlega þrjátíu ríki öllum þeim sem fæddust innan landsins ríkisborgararétt.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira