Samviskubit Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. október 2018 09:30 „Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun