Samviskubit Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. október 2018 09:30 „Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
„Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar