Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 10:00 Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira