Grunaður um misferli við flugmiðakaup en segist bara hafa keypt miða af manni í veislu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 08:44 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á leið til Kanada. Fréttablaðið/ernir Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28