Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:15 Sem stendur er leitað að líki Khashoggi í Belgrad-skógi en sá er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira