Innlent

Áhersla á sjálfbærni

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Guðlaugur Þór á Arctic Circle í gær.
Guðlaugur Þór á Arctic Circle í gær. Fréttablaðið/Utanríkisráðuneytið
Sjálfbærni verður leiðarljós formennskuáætlunar Íslands í Norðurskautsráðinu. Þetta kom fram í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við lok ráðstefnunnar Arctic Circle sem fram fór í Reykjavík um helgina.

Ísland tekur við formennskunni af Finnlandi næsta vor og gegnir henni í tvö ár þegar Rússar taka við árið 2021. Guðlaugur Þór sagði að Ísland myndi þar að auki leggja áherslu á málefni hafsins, loftslagsmál, vistvænar lausnir í orkumálum og lífshætti íbúa norðurskautsins.

Hann sagði að stjórnvöld legðu áherslu á að styðja og styrkja ráðið sem væri mikilvægur vettvangur stjórnmálaumræðu og friðsamlegs samstarfs á norðurslóðum.


Tengdar fréttir

Óhrædd við að fara gegn flokkslínum

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum.

Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu

"Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×