Banaslys á Grindavíkurvegi: Undir áhrifum áfengis og svefnlyfja og ekki í bílbelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 10:23 Myndin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Myndin sýnir för frá vinstri þar sem bifreiðin rennur í snjónum og í framhaldi för eftir bílinn þar sem hann er byrjaður að velta. Rauði hringurinn sýnir hvar bíllinn stöðvaðist. Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér. Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér.
Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50