Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. október 2018 11:03 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13