Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 13:46 Förufólkið hefur farið fótgangandi frá Hondúras norður til Mexíkó. Það er sagt flýja blóðuga glæpaöldu og fátækt í heimalandinu. Vísir/EPA Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“