Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 18:13 Bandaríkin hafa verið að auka umsvif flotans í Kyrrahafi. USS Ronald Reagan, skipið á myndinni, var ekki eitt þeirra sem siglt var um Taívan-sund. AP/Bullit Marquez Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum. Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum.
Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24