Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 20:00 Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór. Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór.
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira