Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 20:00 Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira