Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 20:00 Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira