Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2018 08:00 Sprengja þarf á lóð Landspítalans við hlið Barnaspítala Hringsins og hefur það gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira