Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2018 08:00 Sprengja þarf á lóð Landspítalans við hlið Barnaspítala Hringsins og hefur það gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira