Ekki óeðlilegt að Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2018 08:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45
Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00