Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 10:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti var hófstilltari í orðavali á kosningafundi í gær en oft áður. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00