Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:39 Í fyrstu virtist Trump forseti ætla að milda tón sinn í garð fjölmiðla eftir að bréfsprengjur voru sendar andstæðingum hans. Hann var hins vegar fljótt kominn við sama heygarðshornið aftur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34
Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59
Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00